Westfjarðarpían tjáir sig

þriðjudagur, júní 21, 2005

Kattar kvikindið $%//%&#&$#&#

Jújú, ég er víst komin heim frá Hvammstanga eftir alveg hreinnt yndælis helgi! Það var sko heldur betur stjanað við mann þarna :o) Mér var að sjálfsögðu sýndir helstu stolt V-Húnvetninga að sögn Sigrúnar, einnig fórum við í tvær sundferðir, fórum á "púkaball", horfðum á einhverja ruglaða mynd og já svo borðuðum við líka... Svo Kynntist ég líka honum Daníel Hrafni sem vildi víst bara helst fara með mér heim... Ég mun setja inn myndir af þeim mæðginum síðar :o)
---
En umtalsefni dagsins er víst alvarlegra en það sem ég skrifaði um hér að ofan. Fyrir c.a. tveimur vikum hvarf páfagaukurinn minn hún Aþena sem ég var búin að eiga hátt í 10 ár. Hún var óskaplega falleg og góð en frekar þéttvaxin og átti því erfitt með flug. Haldið þið ekki að einn daginn hafi einhver helv... köttur læðst inn um einn gluggan og gripið hana með sér þegar við vorum ekki heima!!! Og í nótt vaknaði ég svo bara við mikinn dynk og öskur í pabba. Mér krossbrá að sjálfsögðu og rauk fram. Hafði þá ekki kattarkvikindið læðst inn um svefnherbergisgluggan hjá mömmu og pabba og kominn til að næla sér í hinn fuglinn hann Apalo!!! Sem betur fer tókst honum það nú ekki heldur hrinnti búrinu á gólfið og pabbi náði að stöðva hann áður en lengra fór... Því næst ætlaði kötturinn að bregða sér út sömu leið en pabbi náði að ýta honum út og gaf honum einn á hann í orðsins fyllstu!!! Af þessu loknu forðaði kötturinn sér út eneftir sátum við með lítnn fugl í losti. Við gáfum honum mat og nýtt vatn og reyndum aðeins að róa greyið. Í dag sáum við svo að hann hafði misst nokkrar stél fjaðir og á því erfitt með að fljúga!!! Það versta er að við vitum ekkert hver á þennan kött. Sjálf er ég með ofnæmi fyrir þessum kvik... og kæri mig sko ekkert um að fá þá inn í hús til mín og sérstaklega ekki þegar þeir geta ekki einu sinni séð gæludýrin mín í friði!!! Því hef ég fengið mig fullsadda og lýsi eftir gulbröndóttu skrímsli sem gengur laust!!! Sá litli hlýleiki sem ég bar til katta er nú með öllu horfin og ég á aldrei eftir að geta fundið til ástar með þessum SKEPPNUM!!!!
Kveðja frá
Kattaróvinunum!!!

þriðjudagur, júní 14, 2005

Jæja það er víst engin hætta á að mér leiðist á helginni. Talaði við Sigrúnu á sunnudagskvöldið og hún er víst tilbúin með fullskipaða skemmtidagskrá fyrir mig allan tíman. Ég þarf ekki að taka neitt með mér nema kannski í mesta lagi einn ís með dífu... ætli svoleiðis fáist nokkuð þarna á Hvammstanga. Þetta verður án efa hin mesta skemmtun enda ekki við öðru að búast af okkur gleðipinnunum :o)
Annars er ég bara mest búin að vera í því að vinna hérna á póstinum, alltaf nóg að gera. Svo er ég auðvitað í þessu feiknar heilsuátaki sem virðist samt oftast taka snarpa niðursveiflu um helgar... Í gær fór ég nú í göngutúr með Guðrúnu sem var bara mjög gott en þó var svolítið kalt á bakaleiðinni. Reyndar er ég orðin alveg svakalega þreytt á þessum megrunarsögum í Vikunni. Var að lesa um eina í gær sem hafði lést um 13 kg á 12 vikum með því að taka áskorunni Líkaminn fyrir lífið... þegar ég les svona þá hugsa ég auðvitað alltaf ,,þetta er nú ekkert mál, ég hlýt að geta gert þetta líka!" svo er ég voða dugleg í svona 2-3 daga og borða bara hollt og drekk skyrið mitt, en því miður vill þetta oft vera fljótt að gleymast þegar eitthvað betra bíðst... :( SVona hef ég nú lítinn sjálfsaga, ef ég hefði nú bara brot af því sem hún systir mín setur sér þá væri ég ánægð! Jæja ætli það sé ekki komið gott af bulli í mér í bili...

laugardagur, júní 11, 2005

Skemmtileg upphringing

Ég fékk nokkuð sérstaka símhringingu í nótt. Það var hann Gústi minn sem á það nú til að hringja svona stöku sinnum þegar hann er kominn við skál... ;o) Hann og Gunnar Bragi hafa víst verið að velta því fyrir sér að kíkja á Papaball í Súðavík á næstu helgi og voru að reyna að fá mig til þess að koma með þeim. Ég sagði þeim þá að það væru nú önnur plön í gangi með Hvammstanga þar sem ég hafði hugsað mér að kíkja á hana Sigrúnu mína þessa helgi... Gústi hvatti mig þá eindregið til þess að kíkja á Riis á laugardagskvöldið þar sem til stæð að leika fyrir dansi þetta kvöldið! Svona er þetta aleg týpískt!!! Annað hvort hefur maður ekkert að gera eða að maður getur ekki valið á milli þeirra óteljandi möguleika sem bjóðast!

fimmtudagur, júní 09, 2005

Markmið sumarsins

Ég hef ákveðið að setja mér nokkur göfug markmið fyrir sumarið og ætla ég að vonasti eftir að þeim hafi verið náð áður en ég byrja aftur í skólanum í haust.
1. Ég ætla að vera orðin alveg hrikalega grönn og sæt :o)
2. Ef ég verð orðin alveg hrikalega grönn og flott ætla ég að fá mér gervineglur svona til að fullkomna verkið...
3. Ná eðlisfræðinni... fæ að vita það á morgun hvort ég neyðist til að læra hana í sumar
4. Reyna að hóa í þessar "svokölluðu" vinkonur mínar hérna og koma þeim á almennilegt djamm, og hana nú!

Ég held að þetta sé nú bara allt of sumt, sjáum svo bara hvernig það gengur hjá mér að standa við öll þessi loforð ;o)

miðvikudagur, júní 08, 2005

Að taka rétta ákvörðun

Það getur verið erfitt að taka rétta ákvörðun. Oftast er um tvo kosti að ræða og alltaf endar það með því að maður verður að taka annan fram yfir hinn. Ég held að það sé oft erfiðara að velja eitthvað sem er nýtt og framandi í stað þess að velja að láta bara allt halda áfram að vera eins og það er. Það getur vel verið að maður sé alveg þokkalega sáttur við allt eins og það er, en samt er eitthvað við hinn möguleikann sem kítlar... Ég hef stundum neyðst til að taka ákvarðanir af þessu tagi og oftast nær hef ég endað á því að velja að halda bara áfram að hafa hlutina eins og þeir eru... En frá og með deginum í dag hef ég tekið þá ákvörðun að hætta þessu!!! Héðan í frá ætla ég að byggja allar mínar ákvarðanir á því hvað ég vil og hvað mig sjálfa langar til að gera... það getur vel verið að það eigi stundum eftir að særa einhverja eða vera erfitt um stund en ef ég ætla að afreka það að ná einhvern tíman að verða fullkomlega hamingjusöm og sátt við sjálfa mig þá bara verð ég að gera þetta! Það er víst ég sem á eftir að þurfa að lifa þessu lífi en ekki einhver annar!!!
Já þetta var víst viska dagsins... óskiljanleg fyrir suma en að fullu viti fyrir aðra... njótið vel :o)

þriðjudagur, júní 07, 2005

Önnur tilraun

Jæja þá hef ég ákveðið að flytja mig af folk.is og hingað yfir á blogspot vegna einhverra vandræða... Harðir aðdáendur voru farnir að kvarta yfir því að ég væri alveg hætt að blogga svo ég gat nú ekki brugðist þeim ;) Jæja segi þetta gott í bili og skrifa betri grein síðar