Westfjarðarpían tjáir sig

sunnudagur, september 24, 2006

Afmælisbarn


Mig langaði bara til þess að óska afmælisbarni dagins til hamingju með daginn :o) Katrín systir á afmæli í dag og nálgast fertugsaldurinn hægt og bítandi... ;o)

föstudagur, september 22, 2006

Gestir

Jæja þá er ég búin að fá tvo gesti í heimsókn til mín sem verða hér hjá mér næstu vikuna :o) Tinna og Elvar ákváðu að skella sér hingað norður í heimsókn til mín. Við fengum okkur bara kjúkling og franskar í kvöldmat, nema aumingja Elvar sem neyddist til að borða hrísmjölsgraut og stappaða banana því hann á svo vonda mömmu.... ;o)
Trúi ekki öðru en að það eigi eftir að verða gaman hjá okkur hérna...

Annars lítið nýtt að frétta af mér. Er nánast búin með dagbókina sem ég á að skila á mánudagsmorgun þannig að ég er bara hress :o)

miðvikudagur, september 20, 2006

Ohhh, hvað lífið getur stundum verið ljúlft...

... en þar sem það endist sjaldnast í langann tíma í lengur vill maður oft eyðileggja andartakið með því að kvíða fyrir því sem tekur við.

Ég er aftur komin norður á Akureyri. Helgin var alveg meiriháttar, rúsínan í pylsuendanum var að sjálfsögðu sunnudagskvöldið en þá eldaði hann Úlfar Lagsania fyrir mig. Örugglega sú besta máltíð sem ég hef fengið í langann tíma :o) Hann er bara svo mikið yndi... Allavega þá höfðum við það alveg ótrúlega næs saman. Vorum bara heima á föstudagskvöldið en fórum svo í mat og spil til Ólafar og Axels á laugardagskvöldinu. Einnig skelltum við okkur á Players í Kópavogsborg...

Og núna sit ég bara heima og nenni ekki að fara að byrja að læra, þrátt fyrir að nokkur ókláruð verkefni bíði mín... get bara ekkert gert nema hugsað um hann!!! Já það er ekki létt þetta líf...

þriðjudagur, september 12, 2006

Suðurferð

Ég er að fara suður á föstudaginn og get varla beðið...

þriðjudagur, september 05, 2006

Allt að komast á fullt

Jæja þá er bara allt að komast á fullt hér fyrir norðan. Vetvangsnámið styttist ófluga og nú fer að líða að því að æfingarkennslan hefjist! Finnst bara eins og ég sé nýbyrjuð, ótrúlegt hvað tíminn getur stundum verið fljótur að líða...
Nú er bara að spýta í lófana og byrja á þeim verkefnum sem framundan eru!

Átti annars alveg ótrúlega næs helgi enda kíkti Úlfar í heimsókn til mín :o) Er bara strax farin að hlakka til að sjá hann aftur... spurning um hvenær maður skellir sér suður...