Westfjarðarpían tjáir sig

laugardagur, mars 31, 2007

Páskar

Jæja þá nálgast páskarnir víst... get ekki beðið eftir því að komast aðeins heim! Reyndar ekki mikið útlit fyrir að það verði mikið um skemmtileg heit þessa páskana þar sem ég neyðist til að eyða mestum tíma mínum í að sitja yfir lokaritgerð, en samt æðislegt að geta nú allavega að getað knúsað fjölskylduna og Úlfar :o)
Úlfar ætlar að reyna að koma hingað á þriðjudaginn og svo brunum við bara vestur á miðvikudag. Já það er sko ekki hver sem er sem nennir að sækja mann til Akureyrar, en hann er líka alveg einstakur :o*
Hingað til hefur ritgerðin gengið svona upp og ofan... maður á alltaf sínar svörtu stundir en oftast birtir til á endanum. Vildi bara óska að ég ætti tímavél og gæti farið fram í tímann um einn mánuð eða svo... Þá væri þessu lokið... Ég mundi mun frekar vilja það en að fara aftur í tímann og vinna í Víkingarlottói... ;o)

mánudagur, mars 26, 2007

Kennari

Ég er búin að ráða mig í vinnu næsta vetur. Ég mun verða fyrsta bekkjar kennari í Hjallaskóla í Kópavogi. Þetta er bæði spennandi og erfitt viðfangsefni, en þrátt fyrir það tel ég að ætti að geta staðið mig vel ef ég legg mig alla fram. Finnst einhvern vegin samt skrítið að ég sé loksins að fara að lifa venjulegu lífi og takið eftir að verða FULLORÐIN!!!
Núna þýðir því víst ekkert annað en harkan sex í lokaritgerðarsmíðinni. Ég get víst ekki verið þekkt fyrir að vera Vestfiðingur fyrir ekki neitt ;o)

laugardagur, mars 17, 2007

Finnland

Séð með augum íslenskra kennaranema...

Já Finnlandsferðin var bara hin ágætasta. Það var allavega mikið hlegið... Hlustuðum á þó nokkuð af fyrirlestrum þar sem við skildum mismikið af því sem fram fór. Hópavinnan gekk bara vel þrátt fyrir dálitla erfiðleika í byrjun :o)
Ég skemmti mér að minnsta kosti vel og fallega eins og kennarinn bað mig líka um...