Að taka rétta ákvörðun
Það getur verið erfitt að taka rétta ákvörðun. Oftast er um tvo kosti að ræða og alltaf endar það með því að maður verður að taka annan fram yfir hinn. Ég held að það sé oft erfiðara að velja eitthvað sem er nýtt og framandi í stað þess að velja að láta bara allt halda áfram að vera eins og það er. Það getur vel verið að maður sé alveg þokkalega sáttur við allt eins og það er, en samt er eitthvað við hinn möguleikann sem kítlar... Ég hef stundum neyðst til að taka ákvarðanir af þessu tagi og oftast nær hef ég endað á því að velja að halda bara áfram að hafa hlutina eins og þeir eru... En frá og með deginum í dag hef ég tekið þá ákvörðun að hætta þessu!!! Héðan í frá ætla ég að byggja allar mínar ákvarðanir á því hvað ég vil og hvað mig sjálfa langar til að gera... það getur vel verið að það eigi stundum eftir að særa einhverja eða vera erfitt um stund en ef ég ætla að afreka það að ná einhvern tíman að verða fullkomlega hamingjusöm og sátt við sjálfa mig þá bara verð ég að gera þetta! Það er víst ég sem á eftir að þurfa að lifa þessu lífi en ekki einhver annar!!!
Já þetta var víst viska dagsins... óskiljanleg fyrir suma en að fullu viti fyrir aðra... njótið vel :o)
1 Comments:
Eins og talað út úr mínum munni Sigga mín! Gott framtak að setja nýja síðu inn :)
Skrifa ummæli
<< Home