Westfjarðarpían tjáir sig

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Allt búið og hið venjulega tekið við aftur...

Jæja þá eru jólin liðin með öllum sínum herlegheitum og alvara lífsins tekin við aftur. Ég hafði það mjög gott heima í fríinu þrátt fyrir að það tæki allt aðra stefnu en ég hafði reiknað með. Fríinu mínu lauk nefninlega með því að ég kvaddi hann afa minn í hinsta sinn, en hann lést nú á milli jóla og nýárs. Það er alltaf jafn sorglegt þegar maður missir einhvern nákominn þrátt fyrir að vist þeirra á æðri stöðum geti verið mjög kærrkominn. Ég veit að ég á eftir að sakna hans afa míns og það verður tómlegt að koma til Bolungarvíkur nú þegar hann hefur kvatt þessa veröld.


Hörður Snorrason

14. janúar 1934 - 29.desember 2007

1 Comments:

At 9/1/08 18:18, Blogger Stina said...

Hæ sæta mín.
Gleðileg jól og ár og allt það. Takk fyrir kortið. Vona að þú hafir það gott.

Það er alltaf sárt þegar einhver svona nákominn fellur frá. Vona bara að þín eigin orð sem þú sendir mér á erfiðum tímum huggi þig. Mundu allt það góða sem hann afi þinn gaf þér sæta mín. Hann hefur örugglega átt einhvern þátt í að móta svona flotta stelpu eins og þig. :O)

Vona að þú hafir það gott og takir þér tíma til að jafna þig, því þetta er ekkert auðvelt.
Mússí múss, Turner.

 

Skrifa ummæli

<< Home