Westfjarðarpían tjáir sig

mánudagur, febrúar 18, 2008

Danmerkurferð

Jæja, það er nú orðið nokkuð liðið síðan við skötuhjúin komum heim eftir vel heppnaða ferð í Danmörku, en vegna tæknilegra vandræða hefur ekki verið hægt að koma inn myndum frá ferðinni fyrr og því ákvað ég að geyma það að setja inn færslu.

Ferðin gekk vel í alla staði og áttum við mjög góða og notalega stund úti. Byrjuðum á því að vakna eldsnemma föstudaginn 1. febrúar og bruna út á flugvöll. Við tók þriggja tíma flug til Köben og síðan um tveggja tíma ferð með lest til Odense. Þar dekraði Magga síðan við okkur í þrjá daga. Við kíktum í heimsókn til allra krakkanna hennar, fórum á danskan pöbb, fórum á Jenen´s Böfhus, borðuðum góðan mat og höfðum það skemmtilegt saman :o) Sunnudagskvöldið 3. febrúar tókum við síðan lestina aftur til Köben þar sem við gistum í tvær nætur. Í Köben röltum við á Strikinu, fengum okkur pylsu á ráðhústorginu, fórum á tvö söfn og fengum okkur aftur að borða á Jensen´s Böfhus. Flugum síðan heim á hádegi á þriðjudag og enduðum í Sprengidags saltkjöti og baunasúpu hjá ömmu og afa Úlfars í Gullsmáranum.

Takk Magga og Erlingur fyrir hlýlegar móttökur og skemmtilegar stundir :o)


Magga og Úlfar í "Ölpunum"... já það getur líka verið kalt í útlöndum ;o)




Odense pilsner....


...og danskt buff, Mmmmmm!



Vinirnir tveir :o)


Danskt stráþak.



Hmmm, ætli mæðgurnar hafi verið orðnar þreyttar á gestunum...?



Heilsað upp á H.C. Andersen á göngugötu Odense



Kveðjustund á Gírafanum, "Fire Odense öl i flaske :o)"

3 Comments:

At 4/3/08 20:28, Anonymous Nafnlaus said...

bara að kvitta fyrir mig, ákvað að taka bloggrúnt sem ég hef ekki gert lengi ;)
Bestu kveðjur úr snjónum á Akureyri
Alda Björk

 
At 5/3/08 18:10, Blogger Stina said...

Hæ skvísa, gaman að sjá myndir af ykkur hjúum. Greinilega draumur að rætast fyrir þig að vera í Denmark og getað snakkeð dansk eins og þér einni er lagið, sælla minninga. :O) Þetta hefur örugglega verið geggjað!
Kveðja, Turner.

 
At 13/3/08 12:13, Blogger Sigga Gunna said...

Takk fyrir kveðjurnar stelpur mínar :)

 

Skrifa ummæli

<< Home