Westfjarðarpían tjáir sig

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Tíminn flýgur áfram og hann feykir mér á eftir sér....

... og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer.

Þetta eru nú orð að sönnu hjá félaga vorum Megasi, tíminn flýgur svo sannarlega áfram! Á erfitt með að trúa því að ég sé búin að vera að kenna í næstum þrjá heila mánuði... og að jólin séu farin að nálgast. Það hefur bara verið svo mikið að gera! Fyrstu vikurnar var maður alveg búinn á því eftir daginn en eftir að ég fór að venjast þessu þá hefur bara verið mikið að gera bæði hérna heima og í undirbúningi fyrir kennsluna.

Samt er ekki annað hægt að segja en ég sakni þess að hitta allar sulturnar mínar... við þurfum endilega að halda sambandinu...

Stór knús frá mér til ykkar allra :o* (Hlakka til að sjá þig Guðbjörg)

2 Comments:

At 15/11/07 21:07, Blogger Guðbjörg said...

Ohh ég hlakka líka til að sjá þig mússí múss =O*

 
At 29/11/07 15:55, Anonymous Nafnlaus said...

Já tíminn líður sko hratt, allt í einu komin jól og mér finnst ég rétt byrjuð að vinna :(

ps tíminn teymir mig á eftir sér en feykir mér ekki (einlægur megasaraðdáandi hér á ferð) :)

Hafðu það sem best og passaðu að Guðbjörg versli slatta um helgina, hún er víst búin að bíða eftir þessari borgarferð lengi!

Stuðkveðja úr Mývó
Heiða

 

Skrifa ummæli

<< Home