My last days as HA-student
Já ótrúlegt en satt þá er ég bara bráðlega að fara að kveðja Háskólann á Akureyri! Finnst eins og það hafi verið í gær sem ég skyldi við mömmu og pabba í Áshlíðinni og rölti upp á Þingvallarstræti sem hefur verið mitt annað heimili þessi þrjú ár sem ég hef verið hérna... Á þessum árum hefur svo ótrúlega margt gerst og líf mitt hef breyst mikið. Ég hef líka kynnst fullt af skemmtilegu fólki og gert ótrúlega marga hluti... stundum hefur mér leiðst mikið en oft hefur líka verið mjög gaman :o) Það er nokkuð ljóst að ég á eftir að minnast áranna hérna á Akureyri með söknuði, sérstaklega á ég þó eftir að sakna hinna yndislegu stelpna í Sultuklúbbnum... Takk fyrir að vera eins og þið eruð... :o*
p.s. við tækifæri skelli ég inn góðri myndaseríu frá þessum árum...
2 Comments:
Til hamingju með að vera búin... og vonandi gengur útskriftin sem skyldi;)
Takk sæta mín. Ég gleymi þér sko ekki neitt! :O)
Takk fyrir frábæran mat í dag, vonandi hjálpar gjöfin þér í því sem þú ert að fara að taka þér fyrir hendur. Getur kreyst menið þegar þig vantar kraft frá okkur.
Kv. Stína Turner.
Skrifa ummæli
<< Home