Westfjarðarpían tjáir sig

mánudagur, apríl 23, 2007

Lokaspretturinn

Ég átti mjög góða helgi. Skilaði lokauppkastinu af ritgerðinni minni á fimmtudaginn og skellti mér síðan bara suður í borgina. Keyrði í Brú og skildi bílinn minn eftir þar og fór restina af leiðinni með mömmu og pabba sem voru að koma að vestan. Á föstudeginum skellti ég mér í heimsókn í Hjallaskóla. Fékk góða kynningu á skólanum og skrifaði undir starfssamning :o) Fínt að vera komin með það á hreint!!! Eyddi síðan tímanum með Úlfari og fjölskyldunni til skiptis.
Í gær var Tinna frænka mín síðan fermd. Athöfnin var bara voða notaleg og veislan á eftir mjög fín. Alltaf gott að fá góðar kökur ;o)

Núna er það svo bara lokaspretturinn hérna í Háskólanum. Fékk ritgerðina mína til baka frá Brynhildi í morgun og er nú byrjuð á síðustu lagfæringunum... frekar góð tilfinning og stefni ég á að skila ritgerðinni inn á föstudag :o) Hefði samt aldrei náð því sem ég er búin að gera ef ég ætti ekki svona yndislega mömmu!!! Ef allir væru svona heppnir...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home