Westfjarðarpían tjáir sig

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Ást er...


Mér hefur orðið tíðrætt um ástina hér að undanförnu, sumum til mikils pirrings. En væri hægt að óska sé nokkurs meira en að maki þinn segði eftir rúmlega 50 ára hjónaband aðspurður að því hvernig leiðir þeirra lágu saman ,,Ég bauð bara upp fallegustu stúlkunni á ballinu..." ? Já ekkert er jafn mikils virði í þessum heimi og ástin sem endist!

5 Comments:

At 20/2/07 13:38, Blogger Stina said...

Ást er góð en ég gat ekki að því gert þegar ég las þennan flotta póst að hugsa um orð Geirs H Haarde vinar þíns um árið...maður getur ekki alltaf farið heim með sætustu stelpuna á ballinu - en það má finna aðra sem gerir sama gagn....Hehe.
P.S, hvaða flotta par er þetta?
Kv. Turner.

 
At 20/2/07 21:22, Blogger Sigga Gunna said...

Já þegar ég hugsa út í það hljómar þetta voða svipað. En þetta var nú það sem afi minn sagði í sumar þegar ég var að spyrja hann að því hvernig þau amma hefðu kynnst. Þetta eru einmitt þau saman, voða ung og sæt :o)

 
At 21/2/07 11:56, Blogger Aðalheiður said...

Ég er ekki viss um að mér finnist ástin vera það mikilvægasta í heiminum. Að mínu mati er það að lifa við góða heilsu mikilvægt!

 
At 22/2/07 13:45, Blogger Stina said...

En sætt hjá afa þínum, minn afi sagðist einmitt hafa valið ömmu af því að hún var með svo stór brjóst, haha. Og hann var ekki að grínast, en það er kannski sætt líka, miðað við hann. En ég held að ást, sama hverju eða hverjum hún beinist að haldist í hendur við heilsuna að einhverju leyti, sbr. þegar stutt er á milli dánardags hamingjusamra hjóna. Mér líður vel þegar ég er elskuð eða elska einhvern og ég held að það spili inn í heilsuna. :O)

 
At 25/2/07 15:11, Anonymous Nafnlaus said...

Ég er sammála Stínu það er gott að vita að einhver elskar sig og það er nokkuð til í því með að það er að marka með heilsuni.
Mér fannst mjög gaman að heyra afa tala um þetta í sumar og hann var einhvað svo ánægður að við syskinin vildum vita einhvað svona gamalt:) kv :Heiða systir

 

Skrifa ummæli

<< Home