Westfjarðarpían tjáir sig

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Væmin

Stundum langar mann bara hreint og beint til að vera væminn... það er eiginlega fátt sem mér finnst lýsa þeirri tilfinningu betur að vera ástfangin en textarnir með Sálinni!!! Þó svo að ég viti vel að "sumir" séu ekkert alltof hrifnir af þeirri grúbbu þá held ég að þessir textar geti fengið marga til að bráðna... Ég læt fylgja með einn texta sem ég held reyndar að ég hafi sett inn hérna áður. Það eru tvær manneskjur sem ég hugsa alltaf til þegar ég heyri þetta lag... og það fer alltaf notalegur hrollur um mig þegar ég heyri forspilið að laginu...

Undir þínum áhrifum
[lag: Guðmundur Jónsson / texti: Stefán Hilmarsson]

Ég er ofurseldur þér og uni vel.
Það er annað finnst mér allt mitt hugarþel.
Sem ég horfi á þig sofa finn ég að
það er brotið nú í lífi mínu blað.

Ég hef beðið nokkuð lengi eftir þér,
svo ég segi það hreint alveg eins og er.
Og ég hugsa alla daga til þín heitt.
Alveg ótrúlegt hve allt er orðið breytt.

Það er varla nokkur heppnari en ég.
Þessi tilfinning er ævintýraleg.
Ég er undir þínum áhrifum í dag.
og verð áfram, enginn vafi er um það.

Þú ert náttúrunnar undurfagra smíð,
verður hörpu minnar strengur alla tíð.
Það er ekki nokkur sem að brosir eins og þú.
Og ég lofa gjafir lífsins fyrr og nú.

Ég er undir þínum áhrifum í dag.
og verð áfram, enginn vafi er um það.

Þú hefur löngu sigrað mig.
Takmarkalaust ég trúi á þig.
Mitt allt er þitt og verður
ókomin ár.

Ég mun elska þig allt fram á hinstu stund.
Uns ég held um síð á feðra minna fund.
En að líkum hef ég tímann fyrir mér
og ég hlakka til að eyða honum með þér.

Það er varla nokkur heppnari en ég.
Þessi tilfinning er ævintýraleg.
Ég er undir þínum áhrifum í dag.
og verð áfram, enginn vafi er um það.

Ég er undir þínum áhrifum í dag.
og verð alltaf, enginn vafi er um það.

3 Comments:

At 11/1/07 09:42, Blogger Aðalheiður said...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

 
At 11/1/07 09:44, Blogger Aðalheiður said...

Held að ég fari að hætta að koma hérna inn, það vantar bara bleika litinn og rósablöð til að fullkomna væminheitin. Rífðu þig upp úr þessari vælu já og afsakaðu meðan að ég æli...

 
At 11/1/07 21:48, Blogger Stina said...

Það er ekkert betra í heiminum en að vera ástfangin, nema jú, kannski að verða alltaf ástfangnari og ástfangnari með hverju ári sem líður. Sumir verða bara að æla, en þetta er samt voðalega notaleg tilfinning. Lagið er frábært og ég held ég viti hvaða manneskjur þú ert að tala um. Börnin mín segja alla vega alltaf að þetta sé lagið "þitt og Siggu, mamma!" Híhí, minnir mig bara á hana Yrsu okkar...það greppitrýni fær mig til að æla, hahaha.
Mússí múss, kíkka í partý á morgun ef ég verð hress.......sem ég er reyndar oftast. Mússí múss, Turner.

 

Skrifa ummæli

<< Home