Westfjarðarpían tjáir sig

miðvikudagur, október 25, 2006

Að eignast börn

Á síðasta föstudag fékk ég að heyra bestu ástæðu sem ég hef nokkurn tíman heyrt fyrir því að maður ætti að eignast barn. Það var þannig að 6 ára gömul vinkona mín kom í heimsókn til mín. Henni fannst víst heldur of mikið drasl í stofunni hjá mér. Þá sagði hún : Sigga ég held að þú ætti að fara að eignast barn. Ég sá ekki alveg afhverju henni datt það allt í einu í hug, svo ég spurði hana afhverju. Nú afþví þá hefur þú einhvern til að hjálpa þér að taka til, svona alveg eins og mamma. Ég hjálpa henni svo oft... Svo leit hún voða stolt á okkur og sagði Er þetta ekki góð hugmynd hjá mér?!

Ég veit ekki með ykkur en mér fannst hugmyndin alveg frábær, burt séð frá því hve raunhæf hún er eða hvort hún standist yfirleitt... Ég á víst ekki börn svo ég get ekkert sagt um það... ;o)

5 Comments:

At 26/10/06 00:02, Anonymous Nafnlaus said...

haha... góð hugmynd.
Verst að fyrstu 6 árin fara í að laga til eftir barnið og kenna því að laga til og svo kemur í ljós hversu vel hefur tekist til ;)
Góð hugmynd samt.

 
At 26/10/06 13:16, Anonymous Nafnlaus said...

hehe ok góð humynd hjá henni:-)
En jæja viltu þá að Úlfar taki dótið til þín.

 
At 26/10/06 23:47, Anonymous Nafnlaus said...

já... þetta er ágætis hugmynd... gæti leyst hluta af mínum vandamálum... en af reynslu minni af systkinabörnum mínum er ég ekki viss um að þetta eigi við rök að styðjast. En hugmyndin er engu að síður mjög góð.

 
At 27/10/06 13:51, Blogger Stina said...

Ja, mæli með þessu, en það er samt gott að æfa sig að búa til börn ef maður er efins að maður vilji ganga alla leið...ef þú skilur hvað ég meina.

 
At 27/10/06 22:59, Blogger Baldur Smári said...

"Æfingin skapar meistarann" stendur einhvers staðar ;o)

 

Skrifa ummæli

<< Home