Ohhh, hvað lífið getur stundum verið ljúlft...
... en þar sem það endist sjaldnast í langann tíma í lengur vill maður oft eyðileggja andartakið með því að kvíða fyrir því sem tekur við.
Ég er aftur komin norður á Akureyri. Helgin var alveg meiriháttar, rúsínan í pylsuendanum var að sjálfsögðu sunnudagskvöldið en þá eldaði hann Úlfar Lagsania fyrir mig. Örugglega sú besta máltíð sem ég hef fengið í langann tíma :o) Hann er bara svo mikið yndi... Allavega þá höfðum við það alveg ótrúlega næs saman. Vorum bara heima á föstudagskvöldið en fórum svo í mat og spil til Ólafar og Axels á laugardagskvöldinu. Einnig skelltum við okkur á Players í Kópavogsborg...
Og núna sit ég bara heima og nenni ekki að fara að byrja að læra, þrátt fyrir að nokkur ókláruð verkefni bíði mín... get bara ekkert gert nema hugsað um hann!!! Já það er ekki létt þetta líf...
2 Comments:
Iss piss, það er gott að þú ert hamingjusöm en þú verður samt að vera dugleg að læra stelpa! :O)
Hugsaðu þetta bara þannig að ef og þegar þú ert búin með eitthvað verkefni eða part af verkefni fáir þú verðlaun, til dæmis að hringja í hann eða eitthvað. Stóru verðlaunin gætu svo verið að hitta hann eða eitthvað. :O)
Til hamingju með að vera loksins ástfangin OG áhyggjulaus hvað þann þátt varðar.
Kv. Turner.
Æ hvað er gaman að heyra hvað allt gengur vel! :)
Það er æðislegast í heiminum að vera ástfangin :)
Gangi þér vel með allt skvís!
Skrifa ummæli
<< Home