Allt tekur endir um síðir
Jæja þá er 28. júlí í dag og aðeins tvær vikur í það að ég flytjist aftur búferlum norður á boginn. Ætla reyndar að taka forskot á sæluna og skreppa til Akureyrar á Versló með henni Heiðu systur og vonast þá eftir að sjá eitthvað af mínum elskulegu sultum sem ég hef saknað svo mikið í sumar. Það hefur þó linað sársaukan að hitta litlu englana mína tvo sem voru á ferðalagi með pabba sínum og co hér fyrir vestan :o)
Fékk reyndar mjög skemmtilegt símtal fyrir nokkrum dögum frá henni Guðbjörgu þar sem hún var að bjóða mér sófann sinn í nýju íbúðina mína :o) Ég var auðvitað hin ánægðasta þar sem ég þekki hann af eigin reynslu og veit að það verður meiriháttar að kúra í honum yfir sjónvarpinu!!!
Vá hvað þetta blogg er eitthvað gelgjulegt... held að ég sé bara að komast í tengsl við gelgjuna í sjálfri mér! Svona fara Vestfirðirnir með mann...
Til að kóróna allt
6 dagar í versló :o)
4 Comments:
já ég hlakka svooo til að fá þig heim:) Var annars að tala við Auði Evu og Atla Rúnar áðan og ég fékk að heyra að þau hefðu sko hitt hana Siggu Gunnu á Ísafirði:O)
Já það verður gaman að hittast í haust, ég verð ekki heima um versló. Þú ert greinilega komin með íverustað næsta vetur, til hamingju með það, kveðja Alda
Hæ hæ elsku Sigga okkar!
Vildi bara þakka þér kærlega fyrir frábæra sendingu l gæjanna, þeir voru alveg í skýjunum. alltaf spennandi að fá póst frá póstinum. :O)
Takk takk.
Hlakka svo til að fara að sjá þér bregða fyrir aftur. Langar að biðja þig að kippa kannski Hjalteyrarverkefninu okkar með þér þegar þú kemur ef þú getur. Það er kominn smá biðlisti og meðal annars langaði Jóa Hermanns aðeins að líta gripinn augum. Saknaðarkveðja, Turner.
Gaman að sjá þig þarna um vesló, þó að það hafi ekki verið mikið. Alltaf stuð á Hjalteyri ;) Sär dig när skolan börjar!
Skrifa ummæli
<< Home