Westfjarðarpían tjáir sig

mánudagur, júlí 10, 2006

Reykjavíkin

Jæja þá er maður víst kominn afutr heim í sveitasæluna eftir að hafa eytt einni helgi eða svo í borg óttans. Skellti mér nebbla bara suður með henni Heiðu systir :o) Við vorum komnar í bæinn um ellefu leytið og byrjuðum á því að koma við upp í Grafarvogi til að sækja dót sem Heiða átti þar áður en við fórum á okkar gististaði þar sem við sváfum vært. Morguninn eftir átti síðan að taka daginn snemma og strauja allar helstu búðir borgarinnar. Það endaði að sjálfsögðu í sama brjálaðinu og vanalega, pirringu og fyrirheitum um það að gera þetta sko EKKI AFTUR!!! Það hefði eflaust verið mun skemmtilegra að sitja úti og sleikja sólina eða kíkja á írska daga upp á Skaga eins og mér var boðið að gera. Eftir erfiðan dag var mér síðan boðið í grillveislu hjá vinum Úlfars. Þar horfði ég á sorglegan ósigur Portúgala, borðaði lax, drakk smá bjór, söng í singstar og hafði það bara aldeilis fínt :o) Eftir herlegheitin kíktum við síðan niður í bæ, svo maður var ekki að skríða heim fyrr en um 4/5 leitið... Af þeim sökum lagði ég ekki af stað á hádegi eins og ég hafði áður ráðgert... Kom líka við í sveitinni hjá Steinunni og var því rétt að renna í hlað hér á Seljalandsvegi 67 þegar Ítalir voru að taka við bikarnum :o) Húrra fyrir því!!!!

3 Comments:

At 10/7/06 19:52, Anonymous Nafnlaus said...

Það er alltaf gott að koma vestur í rólegheitin og sæluna eftir allt stressið í borginni... en hvernig er það, á ekkert að láta sjá sig í Víkinni í sumar?

 
At 10/7/06 23:30, Blogger Aðalheiður said...

HEiii ég var fyrir sunnan um helgina líka. aldrei veit maður ekki neitt. Og btw hver er úlfar? Annars þá skrapp ég á footloose og ragnheiði gröndal. Var að koma heim rétt áðan.

 
At 16/7/06 18:26, Blogger Sigga Gunna said...

Alltaf á leiðinni út í Vík... Já en Úlfar er smiður nokkur laghentur. Búsettur í Kópavogi en fæddur og uppalinn á Þingeyri við Dýrafjörð :o)

 

Skrifa ummæli

<< Home