Próflestur
Þá er próflesturinn víst hafinn með öllu sem honum tilheyrir. Undanfarna daga hef ég setið og lestið í siðfræði. Það er margt áhugavert sem ég hef verið að lesa en samt sem áður hefur mér þótt erfitt að staðsetja sjálfa mig innan einhverra þessarra stefna. Þegar ég var í mannfræðinni var menningarleg afstæðishyggja í miklum hávegum höfð en þegar ég fór að læra um hana hér þá var ekki allt sem sýndist... þannig að ég er fallinn ofan í endalausann pytt af hugleiðingum um það hvort að þær hugmyndir sem ég hef yfirleitt haft eigi við einhver rök að styðjast... er þið skiljið hvað ég á við! Allavega þá verður maður ansi steiktu í hausnum á þessum lærdómi og enþá er vika í mitt fyrsta próf!!!
---
Annars lítið að frétta annað en það að von á er fjölgun í fjölskyldunni í september. Katrín á nefninlega von á öðrum grís þá :o) Um að gera að drífa þetta bara af fyrst hún var á annað borð að byrja á þessu ;o)
1 Comments:
Gangi þér vel í prófunum :o)
Skrifa ummæli
<< Home