Goðin
Það má kannski segja að ég hafi náð toppinum á mínum komandi kennaraferli í dag... hærra en þetta held ég allavega að fáir geti komist!!!
Ég, Heiða og Guðbjörg vorum fengnar til að vera starfsmenn á ráðstefnu um einstaklingsmiðað nám sem haldin er af Háskólanum á Akureyri. Þess skal getið hér að það er nokkuð síðan uppselt var á þessa ráðstefnu og er um 300 manns sem sækir hana. Í dag voru í boði sex námssmiðjur svo við sátum spakar við innritunarborðin og skráðum niður þá sem mættu ásamt því að afhenda ráðstefnugögn. Fyrirlestrar haldarar ráðstefnunnar eru ekki af verri endan og fengum við að líta rjóman af þeim hópi í dag... Sjálfur Ingvar Sigurgerisson kom og heilsaði upp á okkur, ég krossaði við Lilju Jóns (skapandi skólastarf), spjölluðum við Sif Vígþórsdóttur ásamt því að við börðum augum The man, eins og Rúnar Sigþórsson kallaði hann, Mel Ainscow, sem er víst aðal kallinn í þessu öllu saman :o)
Þannig að það er ekki að undra að ég sé hálf uppgefin eftir daginn... og ekki verður dagurinn á morgun léttari þar sem við munum að öllum líkindum eyða meirihlutanum af honum með félögum okkar í Brekkuskóla þar sem ráðstefnan mun fara fram.
Læt hér fylgja með mynd af aðal goðinu okkar ;o) (tekin af heimasíðu hans http://starfsfolk.khi.is/ingvar/ svo að ég geti nú heimilda...)
3 Comments:
þú ert svo heppin, öfunda þig ekki neittt smá!!!!!!
Alda, sem ekki fékk að taka í spaðann
Ertu ekki aðeins að ganga og langt í þessu idol dæmi þínu?
Hann hefur kennt mér hann Ingvar, og ég hef talað við hann, nananananana
Skrifa ummæli
<< Home