Westfjarðarpían tjáir sig

sunnudagur, mars 26, 2006

Kosningar

Jæja þá er komin sunnudagur og aldrei slíku vant sit ég niður í skóla og er að læra :o) (þetta er ekki kaldhæðni!!!) Aðalfundur Magister var á föstudagskvöldið og gekk allt bara mjög vel. Ég mun víst gegna hlutverki formanns n.k. vetur og vona bara að það eigi eftir að vera skemmtileg reynsla. Vestfirðingar virðast nokkurn vegin vera að taka völdin, allavega innan deildarinnar, þar sem að þrír af sex stjórnarmönnum eru að vestan. Ólöf víkari verður varaformaður og Lilja Ingólfs gjaldkeri. Aðrir í stjórn eru Heiða (ritari), Herdís (skemmtinefnd) og Þórdís (skemmtinefnd). Skemmtilegt frá því að segja að Heiða er eini Akureyringurinn... hún verður því að sjá um að halda uppi heiðri bæjarinns...

Framundan er síðan sveitaball í Hlíðarbæ, nánar til tekið n.k. föstudagskvöld. Þá er stefnan víst tekin á bekkjarpratý fyrir ball og ætlum við síðan öll að skella okkur saman á ball. Að sjálfsögðu lætur djammdrottingin sig ekki vanta... Reyndar er aðalfundur FSHA sama kvöld en þar sem hann byrjar um sjö leitið er ég að vonast eftir því að komast nú líka í partýið. Það er samt skilda að mæta og taka þátt í kosningunum sem skipta mun meira máli en við gerum okkur grein fyrir. Hvet ég alla nemendur HA til að kynna sér málin á heimasíðu FSHA !!!

2 Comments:

At 26/3/06 18:42, Blogger Stina said...

já, innilega til hamingju með formannstignina þína skvísa....ætla ekki að kommenta neitt varðandi vestfirðingana, en trúi því að Heiða haldi vel uppi heiðri Akureyringa, svo ekki sé minnst á konuna sem ætlar að sitja deildarfundina. :O)
Svo er ég víst propagandameistari, þ.e ég á að hræða 1.árs nema til að mæta á viðburði Magister, taka smá Gullu á liðið.

 
At 26/3/06 18:59, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með formennskuna! Ég fagna því svo auðvitað að sjá Víkara með þér í stjórn... bið ;o)

 

Skrifa ummæli

<< Home