Kurteisi
Í ljósi umræðu í kennaradeildinni síðustu dag hef ég verið að velta hugtakinu kurteisi dálítið fyrir mér og hvað það er almennt að vera kurteis. Að þessu tilefni ákvað ég að gera dálitla rannsókn í morgun á meðan ég beið eftir að Guðbjörg sækti mig til að fara í leikfimi. Niðurstöðurnar komu mér ekki endilega á óvart þó að þær væru heldur sárar... Svo virðist nefnilega sem að karlmenn séu yfir höfuð mun kurteisari en konur! Á meðan ég stóð þarna niðri og beið áttu að sjálfsögðu fjöldi fólks leið framhjá mér, hver einasti karlmaður bauð mér góðan daginn en ekki einn einasti kvenmaður gerði það jafnvel þó að hún væri í fylgd með karlmanni sem biði góðan dag. Er þá málið virkilega það að við kvenþjóðin erum upp til hópa ókurteisari? Þetta er nefnilega ekki í fyrsta skipti sem ég verð vör við þetta þar sem að ég hef vel orðið vör við þetta í starfi mínu á pósthúsinu heima og þá sérstaklega í útkeyrslunni!!! Oft á tíðum nöldra konurnar meira og kvarta yfir hlutum sem skipta ekki miklu máli á meðan karlarnir segja að þetta sé bara allt í besta lagi.
Er þetta þá virkilega staðreynd? Er þetta eitthvað sem við þurfum að fara að skoða betur?
3 Comments:
Þetta er staðreynd, þið þurfið að temja ykkur meiri kurteisi ;)
Málið er það að það þyrfti að rannsaka þetta betur með því að láta karlmann leika sama leik og þú og ég skal veðja að fleiri konur heilsa honum en karlar. Er þetta ekki bara dýrslega eðlið í okkur, að við heilsum hinu kyninu? Ég meina, ég heilsa mun frekar eldra fólki eða karlmönnum sem bjóða mér góðan dag frekar en einhverjum leiðinda kerlingum sem einmitt kvarta yfir öllu! ;)
En það sem ég er smeykust við af öllu er það að fólk virðist ekki þekkja þetta hugtak, kurteisi, upp að neinu marki. Fólk þakkar ekki fyrir sig, býður ekki góðan dag og er bara skítsama um allt og alla. Börnin mín þakka alltaf fyrir matinn, bjóða góðan dag, þakka fyrir sig, segja afsakið við rop eða prump, en þetta finnst mér lágmarkskurteisi í daglega lífinu. Þeir eru 5 og 7 ára, en þessi ókurteisu eru amk helmingi eldri ef ekki 3-4 sinnum eldri en þeir. Spurning um að vekja fólk til meðvitundar um þennan þátt?
Ég þakka annars fyrir spjallið Sigríður mín, frændkona góð, og bið þig vel að lifa. :O)
Turner.
...þetta var ef til vill full sterkt til orða tekið hjá mér í gærkvöldi og ekki illa meint... það hafa eflaust allir gott af því að temja sér meiri kurteisi ;o)
Og að öllu gríni slepptu held ég að kurteisi sé einstaklingsbundin og að gott uppeldi skipti þar mestu máli. Ég geng til og frá vinnu daglega og býð öllum sem verða á vegi mínum góðan daginn af fyrra bragði. Yfireitt fæ ég góðar kveðjur tilbaka og skiptir þá engu hvort um er að ræða karla eða konur.
Skrifa ummæli
<< Home