Westfjarðarpían tjáir sig

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Gangur lífsins

Forsjárhyggja í gleði er það vitlausasta sem maður gerir. Þess í stað ætti maður að njóta hennar til botns um leið og hún gefst. Ég hef tamið mér þá reglu að bíða ekki eftir stórafmælum, heldur fagna hversdagslega.

Síðast liðna daga hef ég verið að rembast við að klára bókina Barn að eilífu þar sem Sigmundur Ernir lýsir því hvernig er að ala upp fatlað barn. Þessi stutti bútur hér að ofan er einmitt úr viðtali sem tekið var við hann í Mannlífi 2004. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi tekið nokkuð á að þessa bók. Margar tilfinningar tókust á innra með manni, en þó tel ég að eftir lesturinn hafi ég fengið nokkuð góða innsýn í það hvernig er að vera foreldri fatlaðs barns. Ég er kannski ekki algjör grænjaxl í þessum efnum þar sem að ég á nú móðurbróðir sem er með Downsheilkenni, er s.s. mongóliti eins og venjan var áður að segja. Ég get ekki annað sagt en að ég hafi verið einstaklega heppin að fá tækifæri til þess að kynnast honum. Með því að kynnast honum og fleiri félögum hans hef ég lært að meta lífið á annan hátt, hversu dýrmætt lífið í raun er. Og alltaf er hann að kenna manni eitthvað nýtt. Það sem mér þykir alltaf hvað mest vænt um hjá honum Ella frænda mínum er það hversu afskaplega næmur hann er alltaf á tilfinningar. Þegar einhverjum líður illa þá er hann oftast fljótur að setjast hjá viðkomandi, taka í höndina á viðkomandi og reyna að hugga. Þannig reyndist hann mér þegar ég átti erfitt og þetta er einmitt það sem maður þarf á að halda þegar manni líður ill. Að einhver bara komi og taki utan um manni og segji að allt verði í lagi án þess að vera með ótal spurningar... Jæja þessi pistill minn fór út í allt aðra átt en ég ætlaði í byrjun... Ég ætlaði að tala um fötluð börn, en sú umræða bíður þá bara betri tíma :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home