Westfjarðarpían tjáir sig

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Klípusaga

Þar sem að ég mun leggja stund á siðfræði þessa önnina finnst mér við hæfi að skella hér inn einni klípusögu og fá fram ykkar afstöðu.

Stórslysið
Læknir er á ferð í bíl sínum og ekur óvænt fram á flugvélarflak á miðjum veginum. Vélin er greinilega nýhröpuð og liggur stórslasað fólk eins og hráviði meðfram henni. Hægra megin akbrautarinnar kúrir einn hinna slösuðu og metur læknirinn það svo að þótt honum sé viðreisnar von þá taki um klukkutíma að bjarga lífi hans. Hinum megin brautarinnar liggja fimm minna slasaðir einstaklingar en þó allir í lífshættu. Læknirinn ályktar að um klukkutíma taki að bjarga þeim samanlagt – en sé ekkert að gert innan þess tíma muni dauðinn ljósta þá alla sigð sinni. Hvernig myndir þú bregðast við í þessari aðstöðu? Myndi það breyta einhverju ef sá sem liggur einn væri þinn heitt elskaði maki til margra ára?

Svona sögum er að sjálfsögðu alltaf erfitt að svara og í raun getum við aldrei vitað hvernig við bregðumst við þegar á hólminn er kominn. En mér þykir gaman að pæla í þessum hlutum, reyna aðeins á siðferði mitt og hversu samkvæm ég í raun og veru er sjálfri mér :o)

2 Comments:

At 7/2/06 21:43, Anonymous Nafnlaus said...

Jæja var að leika mér á netinu og lenti inn á síðuna hjá sultuklúbbnum og ætlaði að kvitta fyrir mig og kasta á ykkur kveðju en get það víst ekki þannig að ég kvitta bara fyrir mig hjá þér og vona að þú skilir kveðju til hinna. :) Kveðja Gréta Björg.

 
At 8/2/06 15:04, Anonymous Nafnlaus said...

Ég ég væri í þeirri aðstöðu að vera alveg ókunnugur fólkinu í slysinu þá myndi ég reyna að bjarga sem flestum mannslífum, þ.e. "fórna" lífi eins til að geta bjargað hinum fimm.

En það breytir öllu ef þessi eini stórslasaði er einhver sem þú elskar, við þær aðstæður myndi ég strax reyna að bjarga makanum því það er það líf sem ég vildi síst af öllu missa. Við þessar aðstæður er þetta eina líf mér meira virði en líf hinna fimm til samans.

En það er auðvitað ekkert hægt að segja til um hvað maður myndi gera ef maður lenti í raun í svona atviki.

 

Skrifa ummæli

<< Home