Westfjarðarpían tjáir sig

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Aftur á Ak

Jæja þá er skólinn víst byrjaður aftur og veruleikinn tekinn við á nýjan leik. Þarf reyndar bara að mæta í fyrsta tímann á morgun og svo verð ég komin í helgarfrí :o) Það sem hvað helst ber til tíðinda hér er án efa það að Alda og Guðbjörg hafa tekið mig upp á sína arma í líkamsræktarátaki... nú verður það ekkert elsku mamma! Ekkert ruslfæði og endalaus leikfimi! Fór með þeim á Bjarg í morgun og leið voða vel á eftir :o)
Annars er ég bara að streða við að klára lopapeysu sem ég byrjaði á í haust. Hlakka svo til að klára hana. Svo bíð ég líka bara spennt eftir helginni þar sem ég á von á Palla frænda í heimsókn JIBBÍ. Það er sko eins gott að hann standi við sitt og komi! Þarnæstu helgi er síðan ráðgerð sumarbústaðarferð með sultunum svo það er ekki annað hægt að segja en að það sé skemmtilegur tími framundan hjá mér hér norðan heiða.

2 Comments:

At 10/1/06 20:49, Anonymous Nafnlaus said...

Þú átt eftir að standa þig vel í ræktinni ;)

 
At 10/1/06 21:41, Blogger Stina said...

Vertu bara hjartanlega velkomin heim Sigga mín!
Kv.Turner

 

Skrifa ummæli

<< Home