Gifting
Svo Stelpukonan storkaði þessu öllu saman. Morguninn sem hún sat í rúminu og horfði sposk á Manninn sagði hún: Ég veit! Ef við giftum okkur þá færð þú frí í vinnunni og ég líka.
Þú ert geðveik.
Alls ekki. Ef við giftum okkur getum við ábyggilega fengið fyrirfram og þá eigum við peninga til að fara út að borða. Það vilja allir gera allt fyrir nýgift fólk.
Hann fnæsti: Maður giftir sig ekki til að komast út að borða.
Af hverju ekki?
Auður Jónsdóttir
Já, hversvegna ekki bara að gifta sig. Svona til að lífga aðeins upp á hversdagsleikan?
Ég óska hér með eftir góðum manni sem er tilbúin til að ganga í hjónaband, engar fyrirstöður.
P.s. Er hætt að versla aðeins í heimabyggð!
3 Comments:
Jahérna, þetta er aldeilis breyting í rétta átt Sigga mín!
Stundum verður maður bara að leita á stærri markaði, en merkilegt samt hvað þú ert lagin við að finna alltaf einhvern hérna á Akureyrinni, sem tengist Ísafirði. :O)
Sjáumst!
Sumir eru bara lagnir við að tengja allt við heimabyggð! Mannstu stína þegar við ákváðum að tengja allt í einum tíma við Hjalteyri, það gekk nú bara nokkuð vel! ;)
En Sigga, ég veit ekki hvort að þú átt að fara að gifta þig, ég meina kemst það fyrir í skipulagi næstu mánuða?
Hmmm, samkvæmt þessari smásögu þarf maður ekkert að hafa mikinn tíma til að gifta sig... Viljin er allt sem þarf! Þarfmaður ekki bara að reyna að vera skipulagður... :o)
Skrifa ummæli
<< Home