Ég get alveg verið DAMA
Ætlunin var að akkúrat á þessu augnabliki sæti ég heima og horfði á ritgerðina mína um málþroska 5-8 ára barna skríða hægt út í prentaranum, en... Í staðin sit ég enþá hérna á Sólborg og nenni ekki að klára það litla sem ég á eftir af þessu verkefni! Þess vegna datt mér í hug koma einhverri af minni gífurlega gáfulegu hugsun á framfæri hér á alheimsnetinu.
---
Ég virðist eiga við ákveðið vandarmál að stríða. Við Heiða höfum mikið rætt um lausnir á þessum vanda og nú virðist lausnin í sjónmáli. Það er þessi blanda ég+áfengi+pólitík+strákar sem virðumst einhvern vegin ekki alveg eiga saman. Ég virðist sem sagt eiga það til, þegar ég er komin nokkuð í glas, að byrja að tala um pólitík og þá sérstaklega við hitt kynið! Og við erum kannski ekki að tala um neinar vandaðar umræður heldur meira bara þannig að ég verð alveg voða æst sem endar ekkert alltaf voða vel... Það virðist líka einhvernvegin alltaf vera þannig að ég lendi á svona gaurum sem eru alveg akkúrat á andverðri skoðun við mig. Einhverjir hægri pésar í fínum jökkum og skyrtum... Ætti ég ekki að vera farin að geta sagt mér þetta sjálf???
En í framtíðinni hef ég ákveðið að vera DAMA. Já ég ætla bara að fá mér smá lögg af hvítvíni neðan í glasið, brosa bara og vera sæt. Þegar strákur sest hjá mér ætla ég ekki að byrja á því að spyrja hann hvort að hann sé sjálfstæðismaður áður en ég ákveð að tala meira við hann. Ég brosi bara og kinka kolli og læt líta út fyrir að það sé allt voða áhugavert sem hann er að segja :o) Mér sýnist allavega flesta allar aðrar stelpur gera það... Ég hef mikla trú á að ég eigi eftir að standa mig vel í þessu dömuhlutverki og ef þið haldið eitthvað annað þá er það bara kjaftæði í ykkur!!!
p.s. Ég er búin að vera með gervineglur í næstum 7 vikur!!! Hvað segir það ykkur sem enn efist um kvenleika minn????
6 Comments:
ÉG held að þetta með gerfineglurnar sé í raun afneitun frá því að vera "venjulegur" og þá haldi konur að þær séu dömur, annars veit ég ekkert um það þar sem ég hef ekki prufað þetta!
Hvernig þér mun takast að vera dama veit ég ekki svo vel, ég á allavega eftir að fylgjast með þessu hjá þér ;) gangi þér vel!!!
Manstu hvaða árangri það skilaði á Bautanum í gær að sitja eins og fín dama, þegja og borða fallega? Það eitt sannar Sigga mín að þú ert damAN! The dame.
Stundum virkar bara betur að láta karlana halda að þeir séu klárir, þó við hugsum eitthvað annað í hausnum á okkur. :O)
Gangi þér vel.
Hvað segir fiskurinn gott?
Saknar hann mín ekki;)
Já þú getur sko alveg verið dama og ég trúi því að þú sért það inni við beinið. . . :)
Nei nei, þú ert DAMAN, sem allar konur líta upp til :)
Þetta með þig og pólitíkina á karlaveiðum, þá verður þú bara að hella þér í það að skoða þeirra stjórnmálaskoðanir til að sjá fyrir hverju þeir standa, og svo getur þú rekið vitleysuna ofan í þá, það er nebbla ekkert að *hægrisinnuðumjakkafatagaurum* En til að vinna þá. . verður þú að geta rætt þetta á "málefnalegan" hátt.
En Sigga, bara svo eitt sé á hreinu: ÞÚ ert dama, ég hef séð neglurnar :)
Jaaa, ég veit ekki hvernig þér mun takast að vera dama, þar sem að þú ert nú margir hlutir en ekki það. Góð byrjun væri sennilega að krossleggja fæturnar að neðan þegar þú ert í pilsi...en ekki setja þær saman upp að rassi. Einnig ættum við að reyna að æfa dömulegt göngulag, þar sem að þú brussast svoldið áfram í flítingi og dregur þar með rassinn á eftir þér mjög oft. En ég veit ekki hvort að þetta prógram mun ganga hjá þér en ég óska þér gós gengis :)
Hann Pósidon hefur nú bara verið hress :o) Þakka ykkur annars fyrir að hafa trú á mér :o)
Skrifa ummæli
<< Home