Ísafjörður
Gúanóstelpan
Þarna fékk ég það fyrst,
þarna fékk ég þig kysst,
hingað kem ég þegar heimurinn frýs,
aldrei faðmað aðra eins dís,
En ég veit þú liggur með þeim,
en nú er ég á leiðinni heim,
til að fara í brjálað geim,
með þér og þessum rugluðu tveim.
Viðlag:
Ég sakna Ísafjarðar og þín,
gúanóstelpan mín,
langar að hitta þig,
kíkja smá inn í þig,
gúanóstelpan mín.
Þú kenndir mér svo margt,
að lífið er fallega svart,
smá snert af rugli er allt sem þú þarft,
ástin er aðeins hjartaskart.
Viðlag X 2
Taktu mig höndum tveim,
þó þú hafir verið með þeim,
þó þú hafir verið með þeim,
taktu mig höndum tveim.
Ég rakst á þennan texta á gömlu bloggsíðunni minni og ákvað að skella þessu bara inn hérna líka. Datt reyndar í hug að senda þetta líka til hans Braga vinar vors og félaga svo hann gæti nú bætt þessu í safn bæjarsöngvanna! Hver veit nema þetta eigi nú eftir að vera sungið á leikskólum Ísafjarðarkaupstaðar einhvern tíman í framtíðinni?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home