Westfjarðarpían tjáir sig

mánudagur, ágúst 08, 2005

Physichs

Jæja þá er eðlisfræðilærdómurinn hafinn af fullri alvöru... OJJ hvað þetta er leiðinlegt!! Ég vildi svo óska þess að ég hefði náð þessu og þyrfti ekki að taka þetta helv.. aftur. En svona er lífið og nú er bara að vera dugleg til að falla nú ekki enn einu sinni! Á síðustu helgi fór ég bara aftur inn í djúp til Palla og var bara voða dugleg að læra :o) Ekki skemmdi heldur fyrir að ég fékk alveg dýrindis mat hjá honum. Já hann á sko mikið hrós skilið fyrir frábæra eldamennsku :o9
***
Um daginn fékk ég sendibréf. Það er nú kannski ekki til frásögu færandi nema hvað að þetta bréf var frá honum Daniel í Wales sem ég kynntist á skátamóti á Úlfljótsvatni fyrir 6 árum! Við vorum í einhverju smá ambandi eftir mótið en svo fjaraði það bara út eins og oft vill gerast... Svo fæ ég bara þetta bréf og var ekki lítið hissa. Hann hafði þá verið að fara í gegnum gamalt dót og rekist þá á bréf frá mér. Hann ákvað að prófa að senda mér línu en bjóst eingan veginn við því að fá svar til baka eftir svona langann tíma, hann hreinlega hélt að ég væri búin að gleyma sér! Ég svaraði auðvitað um hæl og fékk svo annað bréf í dag. Það er ótrúlegt hvað lífð kemur manni stöðugt á óvart. Ég hafði ekki hugsað til hans í langan tíma en auðvitað hafði ég alls ekki gleymt honum...
***
Já á meðan ég man þá hafa erlendu vinir mínir verið að kvarta yfir því að þeir skilji ekkert af því sem ég skrifa hér svo hér kemur smá lína til ykkar. I´m sorry that you don´t understand much because I write in Icelandic. But you can click in the link on the right where it says Myndir and then you can see some photos of me and my friends :o) That´s all for now
Love
Sigga

3 Comments:

At 10/8/05 10:16, Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ, bara að láta þig vita að ég kem heim (Westur) á laugardaginn næsta (þann 13.ág) og ég var að pæla í hvort að við gætum hist eitthvað?? Endilega hafðu samband...Þín vinkona Kamilla

 
At 12/8/05 11:05, Blogger Aðalheiður said...

Gangi þér vel að semja við physichs :)

 
At 12/8/05 11:06, Blogger Aðalheiður said...

Eða átti ég kannski frekar að segja pæsarann ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home