Westfjarðarpían tjáir sig

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Um daginn og veginn

Versló var mjög fín hjá mér. Ég fór inn í djúp og vari hjá Páli Jens inn í Hafnardal. Við fórum m.a. í hestaferð inn í Hraundal þar sem amma ólst upp. Það var nú alveg hreinnt frábært og á ég honum frænda mínum miklar þakkir fyrir að dröslast með mig alla leiðina þangað. Það var gaman að sjá loksins þennan dal sem amma hefur nú ekki svo sjaldan sagt mér frá. Síðan fórum við líka í bíltúr eftir Langadalsströndinni og alveg inn að Tyrðilmýri þar sem hann afi minn ólst upp. Og mikið afskaplega þótti mér fallegt þar... það er nú svo fallegt í djúpinu :) Svo var auðvitað líka mikið spjallað hlegið og haft það skemmtilegt. Vonandi höfum við bara tækifæri til að hittast sem fyrst aftur.
Svo er það bara prófundirbúningur sem tekur við. Það þýðir sko ekkert nema harkan 6 ef ég ætla að ná að skreiðast í gegnum þessa eðlisfræði. Veit samt að ég á alveg að geta þetta ef ég bara legg svolitið á mig... en það þarf bara að gera það!!!
Bless í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home