Westfjarðarpían tjáir sig

þriðjudagur, júní 14, 2005

Jæja það er víst engin hætta á að mér leiðist á helginni. Talaði við Sigrúnu á sunnudagskvöldið og hún er víst tilbúin með fullskipaða skemmtidagskrá fyrir mig allan tíman. Ég þarf ekki að taka neitt með mér nema kannski í mesta lagi einn ís með dífu... ætli svoleiðis fáist nokkuð þarna á Hvammstanga. Þetta verður án efa hin mesta skemmtun enda ekki við öðru að búast af okkur gleðipinnunum :o)
Annars er ég bara mest búin að vera í því að vinna hérna á póstinum, alltaf nóg að gera. Svo er ég auðvitað í þessu feiknar heilsuátaki sem virðist samt oftast taka snarpa niðursveiflu um helgar... Í gær fór ég nú í göngutúr með Guðrúnu sem var bara mjög gott en þó var svolítið kalt á bakaleiðinni. Reyndar er ég orðin alveg svakalega þreytt á þessum megrunarsögum í Vikunni. Var að lesa um eina í gær sem hafði lést um 13 kg á 12 vikum með því að taka áskorunni Líkaminn fyrir lífið... þegar ég les svona þá hugsa ég auðvitað alltaf ,,þetta er nú ekkert mál, ég hlýt að geta gert þetta líka!" svo er ég voða dugleg í svona 2-3 daga og borða bara hollt og drekk skyrið mitt, en því miður vill þetta oft vera fljótt að gleymast þegar eitthvað betra bíðst... :( SVona hef ég nú lítinn sjálfsaga, ef ég hefði nú bara brot af því sem hún systir mín setur sér þá væri ég ánægð! Jæja ætli það sé ekki komið gott af bulli í mér í bili...

2 Comments:

At 20/6/05 23:19, Anonymous Nafnlaus said...

Bara að láta vita að allt gengur sinn vanagang á Akureyri nema veðrið er eitthvað að stríða okkur, en rigningin er víst nauðsynleg fyrir gróðurinn. Sá í fréttunum að mývargurinn er að éta ykkur Ísfirðinga, er í lagi með þig?
Kveðja Alda

 
At 21/6/05 16:15, Blogger Aðalheiður said...

Eru menn ennþá hátt uppi eftir helgina á Hvammstanga? Eða fórstu ekki þangað?

 

Skrifa ummæli

<< Home