Westfjarðarpían tjáir sig

þriðjudagur, júní 21, 2005

Kattar kvikindið $%//%&#&$#&#

Jújú, ég er víst komin heim frá Hvammstanga eftir alveg hreinnt yndælis helgi! Það var sko heldur betur stjanað við mann þarna :o) Mér var að sjálfsögðu sýndir helstu stolt V-Húnvetninga að sögn Sigrúnar, einnig fórum við í tvær sundferðir, fórum á "púkaball", horfðum á einhverja ruglaða mynd og já svo borðuðum við líka... Svo Kynntist ég líka honum Daníel Hrafni sem vildi víst bara helst fara með mér heim... Ég mun setja inn myndir af þeim mæðginum síðar :o)
---
En umtalsefni dagsins er víst alvarlegra en það sem ég skrifaði um hér að ofan. Fyrir c.a. tveimur vikum hvarf páfagaukurinn minn hún Aþena sem ég var búin að eiga hátt í 10 ár. Hún var óskaplega falleg og góð en frekar þéttvaxin og átti því erfitt með flug. Haldið þið ekki að einn daginn hafi einhver helv... köttur læðst inn um einn gluggan og gripið hana með sér þegar við vorum ekki heima!!! Og í nótt vaknaði ég svo bara við mikinn dynk og öskur í pabba. Mér krossbrá að sjálfsögðu og rauk fram. Hafði þá ekki kattarkvikindið læðst inn um svefnherbergisgluggan hjá mömmu og pabba og kominn til að næla sér í hinn fuglinn hann Apalo!!! Sem betur fer tókst honum það nú ekki heldur hrinnti búrinu á gólfið og pabbi náði að stöðva hann áður en lengra fór... Því næst ætlaði kötturinn að bregða sér út sömu leið en pabbi náði að ýta honum út og gaf honum einn á hann í orðsins fyllstu!!! Af þessu loknu forðaði kötturinn sér út eneftir sátum við með lítnn fugl í losti. Við gáfum honum mat og nýtt vatn og reyndum aðeins að róa greyið. Í dag sáum við svo að hann hafði misst nokkrar stél fjaðir og á því erfitt með að fljúga!!! Það versta er að við vitum ekkert hver á þennan kött. Sjálf er ég með ofnæmi fyrir þessum kvik... og kæri mig sko ekkert um að fá þá inn í hús til mín og sérstaklega ekki þegar þeir geta ekki einu sinni séð gæludýrin mín í friði!!! Því hef ég fengið mig fullsadda og lýsi eftir gulbröndóttu skrímsli sem gengur laust!!! Sá litli hlýleiki sem ég bar til katta er nú með öllu horfin og ég á aldrei eftir að geta fundið til ástar með þessum SKEPPNUM!!!!
Kveðja frá
Kattaróvinunum!!!

2 Comments:

At 7/7/05 18:03, Blogger Aðalheiður said...

Já sigga mín, kettir geta verið slæmir, en þó ekki jafn slæmir og mannfólkið sem gerir hvort öðru illt!

 
At 7/7/05 20:42, Anonymous Nafnlaus said...

God damn ég hata ketti líka ojbarasta!

 

Skrifa ummæli

<< Home