Familien
Jæja þá er nú nokkuð liðið síðan ég settist niður við tölvunna og skrifaði hér niður nokkrar línur. Verð að segja að mér brá all svakalega þegar ég sá að Sigrún var bara farin að vera duglegri en ég!!! Á síðustu helgi fór ég inn í Reykjanes á ættarmót ásamt fjölskyldunni. Það var bara alveg rosalega gaman og verð ég að segja að ég hef bara ekki skemmt mér svona vel lengi. Við skelltum okkur að sjálfsögðu í sund, skoðuðum fornminjar í Vatnsfirði með leiðsögn fyrv. kennara mín Ragnars, skoðuðum krikjuna og hlýddum á séra Baldur, borðuðum yndislegan mat, sungum, drukkum romm í heitt kakó og skemmtum okkur saman. Það er alveg ótrúlegt hvað það er gaman að hitta þessa ættinga sína sem maður hittir nánast bara á þessum mótum. Við Heiða erum staðráðnar í því að kíkja á Sirrý frænku ef ég kíki eitthvað suður í haust. Maður verður að vera duglegur að rækta tengslin svona þegar þau eru farin að myndast :o)
Annars er bara lítið annað að frétta af mér. Þegar ég er ekki að vinna þá ligg ég aðallega í let og les Dalalíf eða prjóna... Spurning um að fara að fá sér eitthvað líf!!! En jæja ég ætla að kíkja á hestbak inn í Hattardal með stelpunum svo ég verð að þjóta.
4 Comments:
prjóna? er það ekki bara eitthvað fyrir gamlar konur?
Mæli með EVÍ ef þér leiðist...frekar en að prjóna. :)
Ég hef einmitt mjög lítinn tíma í hana en ef ég ætti tíma væri ég að reikna!
Með það sama er ég rokin krútta mín. Habbðu það bara gott :O)
Stæner
Ég er að reyna að handskrifa brég til þín, og ég verð bara að segja að það gengur MJÖG hægt :)
þetta átti að vera bréf
Skrifa ummæli
<< Home