Westfjarðarpían tjáir sig

mánudagur, ágúst 15, 2005

Senn líður að hausti

Jæja þá fer að líða að því að ég kveðji mína fallegu heimabyggð og haldi aftur norður á vit ævintýranna... Fer að öllum líkindum norður á föstudaginn með drekkhlaðinn bíl af drasli. aþð er ekki laust við að mann hlakki bara til að byrja aftur í skólanum. Allavega verður voða gaman að hitta alla aftur :o) Annars hefur lífið bara gengið sinn vanagang hér. Elli frændi búin að vera í heimsókn og við skruppið í bíltúra o.f.l. Á föstudagskvöldið kíkti ég aðeins út með Lóu sem ég hafði bara ekki séð í næstum 2 ár! Það var alveg æðislegt að hittast og við spjölluðum alveg endalaust saman. Erum líka búnar að plana að hittast þegar ég kem suður og draga Bryngerði með okkur á ærlegt djamm ;o) Í gær kíkti ég svo á Langa Manga með Kamilli, Tinnu og Guðrúnu. Það var líka mjög gaman að hitta þær, eitthvað sem maður þyrfti að gera miklu oftar!
Ætli ég segji þetta ekki bara gott í bili. Yfir og út

1 Comments:

At 16/8/05 08:20, Anonymous Nafnlaus said...

ég nenni ekki að læra :( helv.... eðlisfræði

 

Skrifa ummæli

<< Home