Westfjarðarpían tjáir sig

miðvikudagur, október 19, 2005

Hasta la victoria siempre!

Já þetta var eitthvað sem hljómaði á vörum margra á þeim tíma þegar mamma var ung og unga fólkinu stóð ekki á sama um heiminn. Núna skilja eflaust fæstir þessa fleygu setningu sem er augljóslega uppruninn frá Kúbu, lengi lifi byltingin! En af hverju virðist það einhvern vegin eins og öllu ungu fólki sé bara alveg sama um allt í kringum sig ef það hefur það nógu andskoti gott? Svo er bara hallærislegt að hafa skoðun á hlutunum, sérstaklega ef þú ert stelpa!!! Ég er vön að hafa mjög sterkar skoðanir á flestum hlutum og get sjaldan setið á mér með að láta þær í ljós... Það er eflaust erfitt að láta sér dreyma um það sem að mínu mati væri hið fullkomna land þar sem allir væru jafnir og við hefðum öll jöfn tækifæri óháð fjölskyldutengslum og öðrum klíkuskap.
Ég hef blessunarlega verið svo heppin að vera að mestu leiti laus við slíkt. Ég einfaldlega á ekki "réttu" foreldrana! Þar af leiðandi tel ég mig vera nokkuð vissa um að allt sem ég hef áunnið mér í lífinu sé eitthvað sem ég eigi skilið... ég hef þurft að hafa fyrir öllu sem ég hef fengið sem hefur líka gjarnan skilað sér í því að ég er mikið ánægðari fyrir vikið. Mér finnst ég líka hafa grætt nokkuð á því hversu blönk við fjölskyldan vorum oft þegar ég var lítil. Það lýsir sér kannski best í því að þegar mamma fékk sér nýjan stuttermabol var hann kallaður "nýi bolurinn" næstu tvö árin á eftir... En þetta streð allt saman hefur kennt mér að spara á annan hátt. Þegar ég versla, versla ég oftast mjög ódýrt. Þannig get ég frekar leyft mér að gera eitthvað skemmtilegt í staðin :o) Ég get líka verið án margra hluta sem mörgum þætti ómögulegt... hef t.d. aldrei á ævi minni verið með stöð 2!!!
Ég held að við ættum öll að staldra við eitt augnablik og hugsa um hvað það er sem er mikilvægt í lífinu og hvernig við viljum lifa því sem betri manneskjur. Þegar öllu er á botninn hvolft þá skipta efnislegir hlutir svo litlu máli, það er fólkið í kringum okkur sem skiptir mestu. Án þeirra værum við ekki þær manneskjur sem við erum!

11 Comments:

At 19/10/05 22:21, Anonymous Nafnlaus said...

Vel mælt Sigga
kveðja Alda

 
At 19/10/05 22:37, Anonymous Nafnlaus said...

þett er nú ekki alt rétt sigga mín td er ég barátu maður og er í vinstri vina félagi og það eru 7 - 8 strákar sem mæta á þessa fundi

 
At 20/10/05 17:39, Blogger Stina said...

Já, Sigga mín!
Góðir punktar eins og alltaf. Ég hef stundum hugsað það þannig að what doesn't kill you, makes you stronger. :O)
Þegar bræður mínir voru að passa mig 2 ára gamla voru þeir 6 og 7 ára. Það hefur bara bætt mig, reyndar gert mig strákalega :)
En já, það er rétt, að ég held að við sem höfum alltaf þurft að ströggla og vinna, höfum það betra þegar upp er staðið, erum nægjusamari og það þarf minna til að gleðja okkur.
Við erum svo svalar, enda er 9,5 ekki slæm einkunn!!
:O)
Turnerinn.

 
At 20/10/05 22:54, Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ekki sammála þér, það er ekkert eðlilegt við það að allir fái jöfn tæifæri fólk er mismunandi og þetta fer allt eftir því hversu langt þú varst kominn í þróuninni í síðasta lífi (hátt í þrepunum. Nei, annars getur þú ekkert verið að dæma fólk sem hefur alist upp við áskrift af stöð 2 (Það eru enginn forréttindi), nema kanski að það er betur upplýst heldur en hinir? 60 mín og aðrir fróðleiksþættir... Annars er fólk eins og það er, að mestu leiti vegna fjölskyldna þeirra og það er hún sem skiptir mestu máli þegar einstaklingurinn er skoðaður, peningar breyta engu varðandi manneskjuna aðeins foreldrarnir :)

 
At 22/10/05 09:34, Blogger Sigga Gunna said...

Ég er alls ekkert að dæma fólk sem hefur alist upp með stöð 2, aðeins að benda á að þegar maður hefur vanist því að vera án margra hluta þá á maður auðveldra með að sætta sig við minna þegar maður ferð að búa sjálfur!
Já og Beggi flott að heyra að jafnaðarmannagenin hafi líka borist til þín :o)

 
At 23/10/05 19:15, Blogger Aðalheiður said...

lifi byltingin!

 
At 29/10/05 02:45, Anonymous Nafnlaus said...

ég fékk þetta í e-maili um daginn


Dag nokkurn tók efnaður maður son sinn með sér í ferð út á land í þeim tilgangi að
sýna honum hvernig fátækt fólk býr.
Þeir dvöldu tvo daga og nætur á sveitabýli sem myndi teljast fátæklegt.
Á leiðinni til baka spurði faðirinn son sinn hvernig honum hafði þótt ferðin. "hún
var frábær, pabbi" "sástu hvernig fátækt fólk býr?" spurði faðirinn. "Ó, já, " sagði
sonurinn. "Jæja segðu mér frá því sem þú lærðir" sagði pabbinn.
Sonurinn svaraði: " Ég sá að við eigum bara einn hund en þau eiga fjóra. Við eigun
sundlaug sem nær úti miðjan garð en þau eiga læk sem engan enda tekur. Við erum með
innflutt ljósker í garðinum en þau hafa milljón skínandi stjörnur. Veröndin okkar
nær alveg að framgarðinum en þau hafa allan sjóndeildarhringinn. Wið eigum smá blett
til að búa á en þau eiga akra sem ná eins langt og augað eygir. Við höfum þjóna sem
þjóna okkur en þau þjóna öðrum. Við þurfum að kaupa matinn okkar en þau rækta sinn
eigin. Við erum með háa girðingu til að vernda okkur en þau eru umkringd vinum sem
verja þau. " Faðirinn var orðlaus og snáðinn bætti við:

"takk pabbi fyrir að sýna mér hve við eru fátæk."

 
At 29/10/05 02:51, Blogger Sigga Gunna said...

Takk Palli, hefði ekki getað orðað þetta betur :)

 
At 29/10/05 12:57, Anonymous Nafnlaus said...

hæ já ég er alveg samála með fölskynduna okkar:) og það er allt ágæt að frétta. ég og Teitur alveg ó-a hrifin af hvort öðru:) en kem víst ekki til þín til akureyrar verð bara að koma eftir áramót ef ég get verð í dáldið bóklegu:( og hvíði mjög fyrir því en kv Heiða

 
At 30/10/05 18:19, Anonymous Nafnlaus said...

Sæl skvís

Rakst á síðuna þína - nú fer hún inná bloggrúntinn! :)
Allt gott að frétta úr höfuðborginni...
Hafðu það gott :)

Kveðja
Helga Björg

 
At 4/11/05 10:21, Anonymous Nafnlaus said...

hæ Sigga, notendanafnið er iso1982 og lykilorðið er það sama.

Kveðja Linda

 

Skrifa ummæli

<< Home