Westfjarðarpían tjáir sig

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Undir þínum áhrifum

Ég var undir miklum áhrifum frá henni Stínu s.l. haust og í til að veita henni andlegan stunðing vegna eðlisfræðiprófsins í gær ætlaði ég að vera búin að skella þessum línum inn, en sökum óhóflegrar tölvunotkunar föður míns (sem á reyndar sínar skýringar) komst ég bara ekkert í það fyrr en núna... vona bara að þetta virki samt :o)

Undir þínum áhrifum

Ég er ofurseldur þér og uni vel.
Það er annað finnst mér allt mitt hugarþel.
Sem ég horfi á þig sofa finn ég að
það er brotið nú í lífi mínu blað

Ég hef beðið nokkuð lengi eftir þér
svo ég segji það hreint alveg eins og er
Og ég hugsa alla daga til þín heitt.
Alveg ótrúlegt hve allt er orðið breytt

Það er varla nokkur heppnari en ég.
Þessi tilfinning er ævintýraleg.
Ég er undir þínum áhrifum í dag
og verð áfram enginn vafi er um það

Þú ert náttúrunnar undurfagra smíð,
verður hörpu minnar strengur alla tíð.
Það er ekki nokkur sem að brosir eins og þú.
Og ég lofa gjafir lífins fyrr og nú.

Ohhhh, uhhhh
Ég er undir þínum áhrifum í dag,
og verð áfram enginn vafi er um það.

Þú hefur löngu sigrað mig.
Takmarkalaust ég trúi á þig.
Mitt allt er þitt og verður ókomin ár.

Ég mun elska þig allt fram á hinstu stund.
Uns ég held um síð að feðra minna fund.
En að líkum hef ég tíman fyrir mér
og ég hlakka til að eyða honum með þér.

Það er varla nokkur heppnari en ég.
Þessi tilfinning er ævintýraleg
Ég er undir þínum áhrifum í dag,
og verð áfram enginn vafi er um það

Ég er undir þínum áhrifum í dag
og verð alltaf, enginn vafi er um það

Er reyndar búin að fatta að það er kannski einum of mikið um einkahúmor hérna... fyrir þá sem eru farnir að efast um kynhneigð mína og þekkja ekki Stínu þá er hún minn mikli verkefnafélagi í HA, og má segja að þetta lag sé eiginlega svona lagið OKKAR eftir allt puðið í haust :o)

1 Comments:

At 4/1/06 14:23, Blogger Stina said...

Elsku krútta mín!
Ástarþakkir fyrir þessi orð, er einmitt alltaf að hugsa um þig líka þegar ég heyri þetta lag okkar. :) Ég efast ekki um kynhneigð mína, en óneitanlega eyddi ég meiri tíma með þér en manninum mínum á önninni! :O)
Ég er búin að vera að læra eins og klikkhaus og hef enn ekki haft tíma til að koma verkefninu okkar flotta í póst. Ég fæ þó bílinn í dag og ætla mér að senda það eins fljótt og ég get ;O)
Hlakka til að sjá þig...svo styttist í sumarbústaðaferðina okkar allra!! Bæjó, bið að heilsa fólkinu í nafla alheimsins .
Stæner Turner, sem gekk sæmilega í prófinu (krossleggja fingur).

 

Skrifa ummæli

<< Home