Westfjarðarpían tjáir sig

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Egótripp dauðans!!!



Það er ekki annað hægt að segja en að ég sé í sæluvímu eftir grendarkennslutíman í dag... Brynjólfur var svo duglegur að koma Vestfjörðum og þá sérstaklega Ísafirði inn í umræðuna. Í frímínútum kom hann svo til mín og spurði hvort að ég væri frá Ísafirði og sagði m.a. að flestir Ísfirðingar sem hann þekkti væru allir mjög harðir Ísfirðingar líkt eins og ég :o) Það eina sem e.t.v. skyggði á gleði mína var þegar hann fór að tala um góða veðrið á Vopnafirði... ;o)
Get ekki annað sagt en að ég hlakki gífurlega til að fara heim yfir jólin... Hvernig er líka annað hægt þegar maður býr á svona fallegum stað???


Yfir og út!

1 Comments:

At 11/11/05 08:45, Blogger Aðalheiður said...

Sökum þess að Brynjólfur veit hver harðir Ísfirðingar eru þá þorði hann ekki annað en að tala vel og mikið um hann. Hann var löngu búin að komast að því að þú værir Ísfirðingur og vildi ekki fá þig upp á móti sér. Hver vill fá þig upp á móti sér?

 

Skrifa ummæli

<< Home