Spennufall
Jæja þá er maður komin heim í jólafrí :o) Prófin og verkefnatörnin afstaðin og við tekur hressandi vinna á pósthúsinu. Allavega alltaf nóg að gera hjá mér :o)
Einkunnirnar eru farnar að koma inn og ég get nú ekki verið annað en vel sátt við þær. Ekkert verið undir 8 :o)Fékk nú m.a. 10 fyrir skriftarheftið mitt, svo ég monti mig nú aðeins!!!
Annars er bara voða gott að vera komin heim, ótrúlegt hvað manni getur þótt vænt um einn stað!!! Reyni að láta í mér heyra aftur fljótlega. Þið elskurnar mínar sem eigið eftir einhver próf þá vitið þið að ég verð með ykkur í anda!
4 Comments:
Takk mússímúss;)...ég er sit hér heima og kvíði fyrir síðasta prófinu...kemur á óvart!!!
já það er magnað að vera komin í jólafrí, er að vinna niður margra vikna vanrækslu á heimili og börnum, þrífa, lesa barnabækur-upphátt, mæta á ýmsar sýningar og föndur. Hafðu það gott, éttu yfir þig um jólin og sjáumst ferskar eftir fríið, Alda.
Hæ hæ og takk fyrir að senda mér þessi fallegu glitský í morgunn! :O)
Þau voru á himninum og ég vissi að þau væru komin að vestan, frá þér :O)
Stæ búin, gekk lygilega vel, svo er bara að vita einkunn. Hafðu það gott á heimslóðum...
Strax farin að sakna þín...Þín Turner.
til hammó fer vonandi að heyra í þér:D
Skrifa ummæli
<< Home