Þrettándinn
Í dag er þrettándi og síðasti dagur jóla. Það þýðir að jólafríið góða er senn á enda og styttist því óðfluga í að ég snúi mér aftur að lærdómnum og haldi á norðlægar slóðir... Ég man hvað var alltaf gaman á þessum degi þegar ég var yngri. Kannski ekki þegar ég var smá krakki, þar sem að mamma hefur sagt mér að ég hafi verið með martröð í heila viku eftir álfabrennuna því ég var svo hrædd við púkana!!! En þegar ég var orðin aðeins eldri þá var maður auðvitað í dansinum. Fyrst sem ljósálfur, síðan álfamey og toppnum var að lokum náð þegar ég lék prinsessu, TVISVAR!!! Geri aðrir betur :o)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home