Hamingjan
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvað felist í því að vera hamingjusamur. Hvernig er í raun og veru hægt að vita að maður hafi fundið þessa hamingju? Ég er alveg ótrúlega heppin að eiga frábæra vini og yndislega fjölskyldu en samt finnst mér einhvern vegin eins og ég sé alltaf að leita að einhverju meira... Hvenær verður maður bara loksins fullkomlega sáttur við sig og sitt! Já svona eru pælingarnar djúpar í Drekagilinu þetta mánudagskvöldið... Yfir og út!
5 Comments:
Ég veit a.m.k. að hamingja felst ekki í því að eiga sem mest af veraldlegum hlutum... eftir því sem fólk á meira af peningum og eignum þá hefur það því meiri áhyggjur af því að tapa þeim... ég held að við getum talið okkur hamingjusöm ef við höfum góða heilsu og getum lifað í sátt og samlyndi við ástvini okkar.
En þetta er svo stór spurning og það er mjög erfitt að svara henni. Ég held að það sé bara í eðli okkar að vera alltaf að reyna að láta okkar líða betur, þ.e. við viljum verða hamingjusamari en við erum. Ég held að það væri líka óeðlilegt ef við næðum því að verða fullkomnlega hamingjusöm því þá ættum við ekki neina von um að okkar gæti liðið betur.
Ég veit bara að ég er hamingjusöm suma daga...aðra er ég það ekki, en þá er það aðallega vegna þreytu. Ég er hamingjusöm að eiga heilbrigð börn og verð alltaf þakklátari og þakklátari fyrir að hafa kynnst manninum mínum. Ég hef átt góða ævi og kannski þarf maður bara að hugsa sína hamingju til enda.
Vertu glöð og þakklát fyrir það sem þú átt og vertu hamingjusöm!
Kannski þarftu bara að leyfa þér að vera það.
Alla vega finnst okkur þú vera krútt ondisleg manneskja....ef það hjálpar eitthvað. :O)
Einhvers staðar rakst ég á þetta varðandi hamingju:
"Fólk er um það bil eins hamingjusamt og það ákveður sjálft að vera." (Abraham Lincoln)
...ætli það sé ekki nokkuð til í því...
Sko, við Abe erum bara með sama viðhorf til lifsins!
Ekki slæmt það.
Sigga mín, seize the day!!!
:O)
Takk fyrir góðar ábendingar, tek þetta allt til mín :o)
Skrifa ummæli
<< Home