Westfjarðarpían tjáir sig

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Alltaf er ég eins...

Já alltaf er maður jafn hress... Ég hafði hugsað mér að vera alveg rosalega dugleg að læra þessa helgina. Á föstudagskvöldið ætlaði ég bara rétt aðeins að kíkja í bíó með Silje og Lone og hafa það bara huggulegt. Nýta síðan laugardaginn vel í SÞE verkefni þannig að ég gæti bara jafnvel kíkt í sund á sunnudeginum, en hvað gerist þá... Á föstudaginn var kynning hér í HA á náminu fyrir nemendur VMA og MA + kennurum úr báðum skólum. Eftir kynninguna var okkur síðan boðið í léttar veitingar yfir á Borgum. Ég ákvað að skella mér svo bara út að borða með Maríu og fleirum og eftir það enduðum við á Amor í fríum bjór svo það þarf víst ekki að spyrja að því hvernig kvöldið endaði!

En nú ætla ég bara að vera dugleg að læra og leggja áfengisneyslu á hilluna... í bili að minnsta kosti ;o)

2 Comments:

At 12/2/06 13:05, Anonymous Nafnlaus said...

Frítt áfengi er alltaf hættulegt ;o)

 
At 12/2/06 15:59, Blogger Stina said...

Jamm, en elskan...spurning um að geyma áfengið á hillunni fram á næsta föstudag...skella því þá í ísskápinn fyrir djammið á laugardaginn. Mér finnst það alveg nægilega löng pása! :O)
Laugardagurinn er málið...skilurrru?

 

Skrifa ummæli

<< Home