Westfjarðarpían tjáir sig

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Enn og aftur í faðmi fjallanna bláu


Já ég hef alltaf verið nokkuð hörundsár fyrir gagnrýni á minn fagara heimabæ og höfuðstað Vestfjarða, Ísafjörð! En þetta síðasta sem ég fékk að heyra sló nú allt út.Ísafjörður verður lagstur í eyði fyrir 2015! sagði einn við mig og glotti. Auðsjáanlega fyrir löngu búin að fatta hvað þyrfti til að æsa mig upp. Og að svo búnu færði hann rök fyrir máli sínu. Sjáðu til. Það sem styður þetta bezt er það hvað allt er orðið gamalt þarna. Þið eruð með Gamla bakaríkið, Gamala apótekið, Gamla sjúkrahúsið og svo mætti lengi telja... Er eitthvað nýtt að gerast þarna hjá ykkur! Er í alvöru einhver uppbygging í gangi þarna??? Þó að viðkomandi hafi að ég held, eins og áður segir, einungis verið að koma með þessar athugasemdir til þess að pirra mig þá hafa þær fengið mig til nokkurar umhugsunar. Er eitthvað að gerast þarna heima? Er í raun og veru verið að gera eitthvað til að byggja bæinn upp? Þá myndi fróðir menn benda á hið nýja háskólasetur og segja að hér væri komin vísir að nýjum háskóla á Vestfjörðum... En ég er ekki alveg jafn ginkeypt fyrir þessari hugmynd. Hvað koma í raun og veru mörg störf með þessu? Og hvar á þetta háskólamenntaða fólk allt að fá vinnu að loknu námi... er eitthvað í boði fyrir það?

Máltækið góða á alltaf jafn vel við, að fjarlægðin geri fjöllin blá, því ég virðist aldrei hafa verið jafn stolt af uppruna mínum og minni heimabyggð en eftir að ég flutti þaðan... skrítið finnst ykkur kannski... En ætli maður fari ekki að sjá hlutina í öðru samhengi þegar horft er á þá í örlítilli fjarlægð, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefura ... en ég vill samt ekki trú að ég sé að missa minn heitt elskaða Ísafjörð! Það verður allavega einhvern tíman miklu seinna en 2015!!!

6 Comments:

At 16/2/06 01:45, Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef líklega svipaðar taugar til míns heimabæjar og þú hefur til Ísafjarðar. Það er ekki margt sem reitir mig til reiði en þegar fólk talar illa um bæinn minn þá tek ég því yfirleitt sem persónulegri árás ;o)

Það er alveg rétt að það er ekki margt sem stendur háskólamenntuðu fólki til boða hérna fyrir vestan. Mér finnst ég vera mjög heppinn að hafa fengið vinnu við hæfi á heimaslóð eftir háskólanámið því ég hefði ekki vilja búa í Reykjavík.

Ef við viljum fá störf fyrir háskólamenntað fólk hingað vestur þá verður það aðeins gert með tvennum hætti; með því að fá hið opinbera eða stórfyrirtæki til að flytja hluta starfsemi sinnar vestur eða með því að við gerum eitthvað upp á eigin spýtur.

En ég held að þú þurfir ekkert að óttast að Ísafjörður fari í eyði á næstunni... ég sé það ekki gerast næstu 50 árin eða svo...

 
At 16/2/06 17:06, Blogger Guðbjörg said...

Ég segi bara mússí múss=O)

 
At 16/2/06 17:12, Blogger Aðalheiður said...

Ég segi nú bara hver þorði að segja "Ísafjörður verður lagstur í eyði fyrir 2015!" við Ísafjarðarembinginn?

 
At 16/2/06 21:21, Blogger Sigga Gunna said...

Já hann var ansi hugaður þessi, ekki hræddur um að vera barinn greyið... kannski þekkti hann mig bara ekki nógu vel ;o)

 
At 18/2/06 15:17, Blogger Stina said...

Jamm, ég komst að því eftir gærdaginn að sumum er skeinuhættara en öðrum þegar talað er um þann bygðakjarna sem er þeim kærastur!
Ég segi nú bara, frekar vil ég hafa hausinn en hafa Ísafjörð í flimtingum!!
:O)
En bara svo þið vitið það þá rúlar Hjalteyri city.

 
At 20/2/06 12:55, Anonymous Nafnlaus said...

Ég er samála hef aldrei elskað neinn stað eins mikið og Ísafjörð og munn ö-a búa þar þegar ég verð stór.

En heyri seinna í þér kv:Heiða

 

Skrifa ummæli

<< Home