Westfjarðarpían tjáir sig

þriðjudagur, mars 07, 2006

Results

Já þá er komin þriðjudagur og ný vika hafin eftir skemmtilega helgi. Það var hreint frábært á árshátíðinni. Get ekki annað sagt en að ég hafi bara skemmt mér vel. Held samt að það hafi verið lang skemmtilegast að vera svona fín :o)

Ný vika og verkefnin byrjuð að hlaðast upp... Ég er búin að vera ótrúlega mikill trassi undanfarið! Er hreinlega með allt niður um mig þessa dagana og verð því að fara að spýta ærlega í lófana ef ég ætla mér að klára eitthvað af því sem ég á eftir að gera... Í dag er það listasagan og í kvöld ætla ég að lesa eitthvað í siðfræði og fara svo bara snemma að sofa.

Að lokum langaði mig að segja frá því að mér var boðið í mat á tveimur stöðum í gær. Fyrst í hakk og spakk hjá Guðbjörgu og síðan í þýska veislu á Gulu villunni! Það er erfitt að vera svona vinsæll, allavega fannst maganum mínum það ;o)

1 Comments:

At 8/3/06 21:13, Blogger Aðalheiður said...

Já það er ekki að spurja að græðginni, tvö matarboð á kvöldi!!! Eða er þetta bara sú blákalda staðreynd að vera fátækur námsmaður og nýta sér allt sem í boði er?

 

Skrifa ummæli

<< Home