Ungur eg var
Já það er ekki laust við það að í þessu námi mínu hafi margar minningar frá því þegar ég var í grunnskóla rifjast upp fyrir mér. Í vor er líka 10 ára fermingarafmæli og af því tilefni ætlum við árgangurinn að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman. Að öllum líkindum verður gaman að hitta flesta aftur og ég vona bara að sem flestir mæti. Allavega væri gaman að hitta aftur þá sem maður hefur ekki séð lengi og veit í raun og veru ekkert hvað hefur orðið um!!!
---
Sumir vinir mínir hafa fengið að heyra eitthvað um mína skemmtilegu æsku, en hún var víst á tíðum ansi skrautleg. Þegar ég var í grunnskóla var ég allavega mikil félagsvera og var helst alltaf að brasa í öllu sem um var að vera. Ég man t.d. vel allt skipulagið í kringum það þegar við vinkonurnar ætluðum saman í bíó. Yfirleitt sá ég um það að panta miðana fyrir okkur og þá fór matartíminn ósjaldan í það að taka við símtölum og bóka niður miða... Já og svo var það auðvitað allt planið sem fylgdi afmælisveislunum og bekkjarkvöldunum. Fyrir utan hvað maður var nú alltaf mikið skotin í einhverjum strákum... skrifaði svo I LOVE framan á hendina á sér og nafnið á honum inn í lófann! Var svo að berjast við strákana í bekknum þegar þeir voru að reyna að kíkja... Já og þegar ég var í 7 ára bekk var ég líka voða dugleg við að kyssa strákana í frímínútum þeim til mikils ama. Við fórum tvær saman ég og Steinunn, eltum þá uppi á skólalóðinni, króuðum þá af út í horni og svo hélt Steinunn þeim á meðan ég kyssti þá... Spurning um það hvort að ég hefði ekki verið kærð fyrir kynferðislega áreitni ef þetta ætti sér stað í dag... ;o)
En svona var lífið fyrir vestan í gamla daga...
3 Comments:
Það er ekkert smá gaman að lesa færslurnar hjá þér.
Einmitt þegar ég las þessa rifjaðist nú ýmislegt upp sem var brallað á Seljalandsveginum!! Það var æðislega gaman :)
Man einhver tíma að þá fórum við út á skauta á Seljalandsveginum... jájá trúa þeir sem vilja!! Við áttum svo bara að vera heima hjá þér yfir daginn en þá náttúrulega var það okkar fyrsta verk að fara beinustu leið heim til mín... endaði þannig að strákarnir reyndu að brjótast inn því þeir ætluðu að stela peningunum mínum. Þegar mamma kom heim sátum við svo við útidyrahurðina grenjandi - alveg að tapa okkur úr hræðslu en samt búnar að rífa smá kjaft við strákana... ;) en ekki hvað?? :)
Hafðu það gott á Akureyri... getur verið að ég þurfi að kikja þangað útaf vinnunni fljótlega! Verð þá í bandi við þig ef ég stoppa eitthvað ;)
bwahaha
Ohh var búin að gleyma því þegar maður var alltaf að slást við strákana því við vildum ekki að þeir sæju í lófann á manni því þar vorum við búin að skrifa I love ....
Hehe já ég mann þegar maður skrifaði I LOVE á hendina og nafnið á stáknum inní:-P
Það er bara alltaf að gaman að hugsa aftur í tíman þegar maður var í grunnskóla, manni fannst kannski ekki gaman alltaf að læra en maður á margar góðar minningar og maður segir núna að þetta hafi verið ó-a skemmtileg ferð:-Þ
Skrifa ummæli
<< Home