Westfjarðarpían tjáir sig

fimmtudagur, mars 09, 2006

Snjómaðurinn, Loðna daumsýnin í Himalajafjöllum

Fótspor í snjónum eru hið eina sem sést hefur af snjómanninum ógurlega!!!
Síðdegis þann 8. nóvember 1951 voru ensku fjallgöngumennirnir Eric Shipton og Michael Ward á ferð sinni ásamt serpanum Sen Tensig í átt að jöklinum Menlung í Himalajafjöllum. Skyndilega rákust þeir á gríðastór spor í snjónum. Þeir fylgdu sporunum í hartnær 1,5 kílómetra en fundu ekki þann, sem skilið hafi eftir sig sporin. Englendingarnir tveir höfðu aldrei séð neitt þessu líkt en Sen Tensig velktist ekki í vafa. Þeir höfðu fundið spor snjómannsins ógurlega í Himalajafjöllum.
Snjómaðurinn hefur verið þekkt fyrirbrigði í Asíu í langan tíma. Hans er getið í 3000 ára gamalli kínverski alfræðibók og íbúar á staðnum viðurkenna hann sem hluta af náttúrunni. Lýsingar á snjómanninum eru ansi fjölbreytilegar en flestum ber saman um að þetta er loðin vera, sem líkist manni. Hún gangi á tvemur fótum og skilji eftir sig fórspor sem minna á spor eftir apa.
Aldei hefur tekist að mynda snjómanninn ógurlega en margar myndir gafa verið teknar af fótsporum. Á 8. áratugnum fann leiðangur dýrafræðinga í Nepal spor eftir snjómanninn en þó svo að meðal leiðangusmanna væru helstu sérfræðingar heims á sviði dýralífs í Himalajafjöllum, tókst þeim heldur ekki að ákvarða sporin.
Frægustu ljósmyndina af fótspori tók Eric Shipton umræddan dag í nóvember á Menlungjöklinum. Myndin sýnir gríðarstóran, breiðan fót, með greinilegri stórutá, svo að öðruleiti líkist apafæti. Vandmálið er svo það, að það er ekki vitað um neina apa af þessari stærð neins staðar í heiminum. Því telja margir vísindamenn að ljósmynd Shiptons hafi verið gabb.
Þeir vísindamenn, sem eru jákvæðir gagnvart snjómanninum ógurlega, hafa birt margar kenningar. Ein sú áhugaverðasta felst í því að um sé að ræða núlifandi tegund dýrsins Gigantophithecus, sem er tröllvaxinn ættingi órangútans. Steingerfingar hafa leitt í ljós, að það dýr lifði eitt sinn í Suðaustur-Asíu

Þar sem oft heyrist hermt að snjómaðurinn ógurlegi sé með rauðan eða appelsínugulan feld telja margir að um sé að ræða einangraðan hópa órangúta sem hafa þróað hæfileika til að lifa af í kuldanum.

Svo virðist sem að nafn þessa meinta snjómanns sé yfirleitt tengt við lýsingarorðið ógurlegur. Það er spurning um það hvort að hið norðlenska afbrigði af snjómanninum flokkist undir það. Það er spurning um það hvort að maður gæti orðið ríkur með því að smella af honum einni mynd eða svo... Á maður ekki alltaf að nýta öll þau tækifæri sem gefast?!

5 Comments:

At 10/3/06 06:34, Anonymous Nafnlaus said...

Já jújú mjög áhugavert, ég reyndar nennti ekki að lesa þetta en samt...kannski seinna...var annars bara að skoða bloggsíður af því að ég fór að skoða gömlu diffrunar síðuna og er í hálfgerðum pirringi af því að ég ætlaði að fara að skrifa þar en mundi ekki lykilorðið...

 
At 10/3/06 13:58, Blogger Guðbjörg said...

Sigga...drífðu þig að taka mynd af honum, ekki veitir þér af aurunum;)

 
At 10/3/06 22:31, Anonymous Nafnlaus said...

Ætli sé enginn sem myndi greiða fundarlaun fyrir hann? kannski meira en fyrir mynd ;o)

 
At 12/3/06 19:58, Blogger Aðalheiður said...

Er ekki hægt að finna allt á netinu, þarf maður nokkuð að vera að eyða tíma í myndatökur?

 
At 13/3/06 20:34, Blogger Stina said...

Jamm, var beðin um að kommenta. :)
Er hann annars loðinn? ;O)
ég hef nokkrum sinnum séð myndir af honum og ekki séð neitt óvenjulega mikið af hárum sem gætu skilgreint hann sem loðna draumsýn, ja, nema kannski í þínum augum? :)
Kv. Turner

 

Skrifa ummæli

<< Home