Sundkappinn mikli
Jæja ég ákvað að skella mér í sund áðan. Fínt að liggja aðeins í bleiti og jafnvel taka smá sprett í lauginni... Ég bjóst sko ekki við því að sjá ákveðna manneskju þarna!
Þegar ég var orðin hálfgerð rúsína á því að liggja í pottinum ákvað ég að vera smá dugleg og synda soldið. Ég stakk mér í laugina og synti nokkrar ferðir. Þegar ég stoppaði við bakkan eftir nokkrar ferðir kom ég auga á kunnulegt andlit á brautinni við hliðin á mér! Þar var enginn annar en sjálfur Björn Teitsson mættur. Ég hélt að sjálfsögðu áfram að synda í þeirri von að verða vitni að því þegar sjálfur sjarmörinn stæði upp á bakkann, spennt fyrir því að sjá minn gamla skólameistara spranga um á bakkanum... en allt kom fyrir ekki! Bjössi var æstur í sundinu og ég varð að játa mig sigraða og laumast niðurlút inn í kvennaklefann...
4 Comments:
Elti hann þig nokkuð í kvennaklefann?
Grrr....alltaf gaman að sjá gamla kennara í sundi...ja, mér fannst reyndar ekki gaman að sjá gamla umsjónarkennarann í ungbarnasundi! Enda var hún kona. ;O)
Kv. Turner.
Árshátíð Mannfræðinema var um helgina. Þú vildir eflaust vera þar geri ég ráð fyrir. Hvað ertu að gera þarna fyrir norðan?
Núna eru 10 ár síðan við fermdums, ætlið þið á Ísó að halda fermingarafmæli?
Komdu aftur í mannfræði...
kv. Kristín Loftsdóttir. Nei djók, Jónas
Já Bjössi er sexý. En já það er ekki auðvelt að vera ég...það segirðu satt...spurning samt hvort það væri ekki bara fínt kerfi að þú myndir spóla hérna út á stæði á hverjum morgni þannig að ég myndi einhverntíman vakna á réttum tíma... það væri til dæmis fínt á morgun þar sem stefanía virkar ekki og ég hef ekki hugmynd um það hvenær ég á að mæta... enda ekki búinn að hafa nema sirka eina önn til að kynnast stundatöflunni ;)
Ég hitti engan annan en umræddan skólameistara, Björn Teitsson, á Reykjavíkurflugvelli í dag. Ég var á leiðinni vestur en hann norður og við áttum saman gott spjall. Ég átti að skila kveðju frá honum til allra fyrir vestan og þar ættir þú að vera meðtalin ;o)
Skrifa ummæli
<< Home