Westfjarðarpían tjáir sig

miðvikudagur, maí 24, 2006

Plön

Venjulega hefur gengið frekar illa hjá mér að setja mér langtíma markmið. Þau virðast nefninlega sjaldnast verða að veruleika. Núna er ég samt búin að hafa dálítinn tíma til að setjast niður og hugsa mig aðeins um. Í fyrsta lagi er ég búin að ákveða að skera niður í kaupum sem snúa að útlitinu. Ég hef tekið þá ákvörðun að hætta að láta lita á mér hárið á stofu, hætta að kaupa alltaf dýrustu snyrtivörurnar, s..s í raun og veru bara að hætta að eyða peningunum mínum í hégóma. Í staðinn ætla ég að fara að spara fyrir þeim ferðalögum sem ég hyggst fara í á næstunni. Í haust hef ég ákveðið að fara til Oslo og heimsækja hana Silje vinkonu mína. Næsta vor er það síðan sultuferð í tilefni af útskriftinni okkar næsta vor :o) Eftir skólann hef ég síðan sett stefnunna á að fara eitthvað út í heim. Hvert það verður er enn óákveðið... Hjálparstarf í Afríku, auipair eða bara eitthvað allt annað, bara svo framarlega sem það sé eitthvað í útlöndum!!! Er virkilega komin með þörf fyrir að skoða heiminn aðeins... Get varla beðið :o)

1 Comments:

At 25/5/06 11:48, Blogger Stina said...

Flott hjá þér að ákveða eitthvað svona á eigin spýtur. Og mér finnst þú bara vera ótrúlega svöl að ætla þér að fara eitthvað til framandi landa til hjálparstarfa. :O)
Maður segir bara mússí múss.
Kær saknaðarkveðja, Turner.

 

Skrifa ummæli

<< Home