Westfjarðarpían tjáir sig

laugardagur, apríl 29, 2006

Þankagangur

Mig langaði til að skrifa eitthvað voðalega gáfulegt hérna... svona til tilbreytingar. En fann bara ekki upp á neinu. Í sumar ætla ég mér að vera duglegri við að koma með gáfulega pistla, hver veit nema ég komi kannski með skemmtileg pólitísk innlegg svona þegar nær dregur kosningum og ég verð farin að koma mér inn í þau málin heima :o)
Tíminn hérna fyrir norðan styttist óðfluga og er aðeins um tvær vikur þar til ég verð komin heim... mmm get ekki annað sagt en að ég sé bara farin að hlakka nokkuð mikið til, sakna fjallanna minna og alls heima svo mikið!!!

Hér kemur gáfulegur texti sem er eitthvað sem ég ætla að reyna að hafa í huga í framtíðinni... og tel reyndar að margir ættu að gera

"GUÐ gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það,
sem ég fæ ekki breytt...
kjark til að breyta því,
sem ég get breytt...
og vit til að greina þar á milli."

2 Comments:

At 4/5/06 13:28, Blogger Aðalheiður said...

Hver getur hugsað gáfulega þessa dagana? Siðfræðin er að sýra mann, athyglin er í lágmarki og svo er maður að drukkna í nammi hérna, veit reyndar ekkert hvernig stendur á því? sennilega erum við ekki nægilega duglegar að gúffa í okkur!

 
At 6/5/06 11:38, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn! :o)

 

Skrifa ummæli

<< Home