Kveðja
Í gær kvaddi hún amma mín þessa veröld. Ég á eftir að sakna hennar alveg óendanlega mikið en ég veit samt sem áður að nú er hún einhversstaðar á miklu betri stað. Hún verður líka alltaf hjá mér því ég veit vel að hún á eftir að fylgjast með mér í öllu sem ég geri. Þegar ég brosi eða hlæ á ég alltaf eftir að muna eftir henni ömmu minni :o)
3 Comments:
Elsku hjartans Sigga mín ég samhryggist þér innilega. Þetta er alltaf sárt þó fólkið hafi verið lasið. Farðu vel með þig og brostu til hennar....Samúarkveðja, Stína :(
Þetta er alltaf sárt en við skulum vona að ömmu þinni líði vel núna.
Innilegar samúðarkveðjur
Guð elsku Sigga mín...
Var í útlöndum og fékk ekkert að heyra þessar fréttir..
Samhryggist þér innilega og allri þinni fjölskyldu. Ég á góðar minningar frá ömmu þinni síðan í Tangagötunni og einnig þegar ég var að vinna upp á Hlíf. Hún var yndisleg kona.
Mig langaði að minna þig á reunionið eftir 2 vikur og vonast til að sjá þig þar enda langt síðan við höfum sést og spjallað saman.
Við heyrumst nú fljótlega
Kveðja Inga
Skrifa ummæli
<< Home