Westfjarðarpían tjáir sig

föstudagur, ágúst 11, 2006

Góður bragur

Kæra Kristjana mín,
Klóra ég ögn til þín,
til að þakka þér
þau þroskuðu og gómsætu ber
er þú sendir mér.
Sumar og sólskin er hér
og börnin úti að leika sér.
Nú ertu farinn á fjöll,
ég fékk í mig svolítinn kjöll.
Ég vona að þú heimtist í haust,
ég heimta það fortaka laust.
Þegar veturinn hvæsir og hvín,
þá kemuru hingað til mín.
Því ég er sko alltaf eins,
þinn einlægi
Kristján Steins

Höfum svolítið verið að veltast með vísur undanfarið á pósthúsinu og datt þess vegna í hug að skella þessari inn svona til heiðurs henni ömmu minni :o)
Annars styttist óðfluga í norðurferð mína og ég er í óðaönn að ganga frá öllu sem þarf að vera frágengið áður en ég fer...
Síðasti vinnudagurinn var í gær og póstkellurnar kvöddu mig allar með virktum. Buðu mér meiraðsegja bara út að borða á Fernandos í gær :o)
Segji þetta bara gott í bili

4 Comments:

At 11/8/06 19:33, Blogger Aðalheiður said...

Fernandos er það aðalstaðurinn á ísó um þessar mundir???

 
At 14/8/06 10:52, Blogger Aðalheiður said...

Búin að skoða Fernandos, fann hann á google ;)

 
At 24/8/06 16:41, Anonymous Nafnlaus said...

Hey ég fór inn á blogg hjá frænda mínum og þaðan inn á eitthvað blogg, "three guys....." og þar sá ég nafnið Sigga Gunna, og hugsaði með mér; hey kúl einhver sem er kölluð það sama og Sigga :) en viti menn þá varst þetta bara þú :)

 
At 24/8/06 16:44, Blogger Sigrún said...

Ég ákvað að gera það sama og Heiða, Gúggla Fernandos, og líst bara alveg príðilega á hann, myndi örugglega skella mér á hann ef ég kem einhvertíman á Ísafjörð. en veistu, bráðum byrjar Leiðarljós eða eftir ca 35 mín

 

Skrifa ummæli

<< Home