Kósý dagur
Jæja þá er maður aftur komin norður fyrir heiða og þessi síðasta önn mín í Háskólanum á Akureyri hafin. Verð að viðurkenna að þetta er frekar skrítin tilfinning, þ.e. að vera þriðja árs nemi! Í vor verð ég fullorðin!!!
Í dag átti ég voða kósý dag með Guðbjörgu og krökkunum. Byrjuðum daginn snemma á því að kíkja í sund, eftir það höfðum við það bara skemmtilegt á trambólíninu, kíktum á flóamarkaðinn á Hömrum og margt fleira. Borðuðum síðan núðlur og höfðum það kósý um kvöldið. Að þessu leiti er nokkuð gott að vera komin aftur norður... alltaf gott að hitta uppáhaldsfólkið mitt :o) Takk fyrir daginn Guðbjörg, Auður og Atli
2 Comments:
Takk sömuleiðis fyrir daginn, knús og kossar:O*
það er gott ef einhverjir geta haft það kósý, ég ætla sko að hafa það kósý með óldís vinum mínum um helgina :)
Skrifa ummæli
<< Home