Westfjarðarpían tjáir sig

mánudagur, október 02, 2006

Alvara lífsins

Jæja þá er alvara lífsins hafin. Við Lilja byrjuðum að kenna í 3. bekk í dag. Það verður varla annað sagt en að það hafi bara gengið mjög vel hjá okkur. Komumst samt að raun um hvað undirbúningur getur tekið langann tíma eftir að haf klippt út 32 köngulóabækur... eigum enþá 13 eftir sem við ætlum að klára á morgun! Tíminn var bara alveg ótrúlega fljótur að fljúga áfram, bæði í kennslunni og undirbúningnum. Ég fann vel hvað það nýttist mér vel að hafa kennt áður. Allt stress fauk út í veður og vind þegar ég stóð fyrir framan krakkana... Er eignlega bara alltaf að komast betur og betur að því hvað þetta starf á vel við mig. Það kom mér samt á óvart hvað ég finn mig miklu betur með yngri börnunum, hélt akkúrat að það væri öfugt. En það er bara ekki annað hægt en að hlakka til komandi vikna...

Já og svo er það bara sprellmótið á föstudaginn, þar verður án efa hörku stuð. Sérstaklega ánægð með að vera búin að plata ónefndar manneskjur til að mæta. Ég get án efa lofað miklu stuði þar... eða er ekki alltaf gaman ef maður vill hafa gaman?! VILJIN ER ALLT SEM ÞARF!!!

3 Comments:

At 2/10/06 21:42, Anonymous Nafnlaus said...

Ég vona að kennslan eigi eftir að ganga vel hjá þér, er alveg viss um að þú verður góður kennari ;o)

 
At 3/10/06 16:37, Blogger Stina said...

Jú, viljinn er víst allt sem þarf, en ég var að sjá að þetta allt þarna um daginn byrjar klukkan 12 eða eitthvað og þá er karlinn sofandi, tengdó farin til Mallorca og ég hangi í lausu lofti og veit ekkert hvort ég komist um daginn. En kvöldið er annað mál og alveg seif. :O) Verð að sjá til hvenær bóndinn vaknar og svona :s
Langar bara að segja að það kemur mér ekki á óvart að þú fílir þig með yngri krökkunum þar sem ég hef jú séð þig með til dæmis Auði, Atla, Sigga og Gústa og fannst það sem ég sá bara excellent! :O)
Þú verður flottur kennari.

 
At 5/10/06 15:42, Anonymous Nafnlaus said...

já flott að þetta gengur vel.
kv:Heiða systir

 

Skrifa ummæli

<< Home