Westfjarðarpían tjáir sig

miðvikudagur, október 18, 2006

Hvalir


Nú hafa hvalveiðar verið leifðar aftur á Íslandi. Þessi ákvörðun hefur valdið miklum og heitum umræðum í fjölmiðlum undanfarna daga. Ég er allavega búin að fylgjast með nokkrum körlum rífast um þetta í Kastljósinu... Þar kom nú m.a. fram að segja má að heil kynslóð hafi alist upp við það að hvalkjöt væri ekki á boðstólum. Nánar tiltekið er þetta mín kynslóð! Þrátt fyrir að vera vinstri sinnuð fram í fingurgóma er ég ekki sammála mörgum skoðanabræðrum mínum og systrum. Ég er nefninlega alls ekki á móti hvalveiðum!!! Ég hef verið þeirra gæfu aðnjótandi að hafa marg oft smakkað á hrefnukjöti og fundist það mjög gott. Kannski er ég líka bara svona gamaldags og finnst að við eigum ekki að láta aðra ráða því hvað við Íslendingar gerum... Ég er Vestfirðingur og veiðimannseðlið mér því í blóð borið, enda skyld Hrefnu-Konna... ;o)

Nú spyr ég ykkur, kæru lesendur, hver er ykkar skoðun?

3 Comments:

At 18/10/06 23:19, Anonymous Nafnlaus said...

Ég styð hvalveiðar - það er nauðsynlegt að skjóta þá.

 
At 19/10/06 08:02, Blogger Stina said...

Ég veit ekki alveg hvar ég stend. Ég er ekki á móti hvalveiðum þannig séð að minnsta kosti ekki byggðum á þeim grunni að hvalir séu einhverjar brjálæðislegar skynsemisverur. Hvalir innbyrða þvílíkt magn af fiski og það vita allir. Man reyndar því miður ekki magnið, en það er ótrúleg tala. En það sem ég hika við í sambandi við hvalveiðarnar er það hvort við séum að fórna of litlu fyrir of mikið, þ.e hvort álit alþjóðasamfélagsins sé ekki mikilvægara en að veiða 9 skepnur eða eitthvað svoleiðis. Þetta er auðvitað hálf grimdarlegt þannig séð sér í lagi í ljósi þess að við gefum okkur svolítið út fyrir að vera hvalaskoðunarþjóð og náttúruunnedur. En svo er ég hins vegar líka með sterka þjóðerniskennd og finnst bara allt í lagi að við gerum það sem við viljum óháð áliti annarra....þannig að ég er klofin í tvennt og ætla að hlusta á karlana rífast áfram þar til ég hef myndað mér endanlega skoðun, hehe. Efast um að nokkur nenni að lesa þetta allt saman.
:O)

 
At 19/10/06 17:21, Blogger Aðalheiður said...

Hvalveiðar eru að gera sig tel ég! Ætlaði að blogga sjálf um þetta en þar sem það gegnur hvalveiðabloggalda yfir internetið þá nenni ég því ekki, er ekki þekkt fyrir að vera eins og hinir ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home